Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 4
Jesús dó „W{a“ fyrir Golíat „Davíð var lítill drengur, á Drottins vegum hann gekk...“ Þetta er grípandi lag sem við öll könnumst við. En það er meira við þessa sögu, en bara það sem við syngjum um. Okkur svona hálf hryllir við lýsingunni um það þegar Dav- íð heggur höfuðið af Golíat og lyftir því upp blóði drifnu, eða lýsingin á því þeg- ar Israels her leggur óvininn undir, hvernig maður lítur út og hljómar þegar hann er að deyja og hvemig svipbrigði eru á manni sem er að myrða aðra per- sónu. Til viðbótar, þegar við fögnum yfir dauða Golíats, ættum við að hafa í huga að sum börn (og fullorðnir) sem vita að það er til bæði gott og slæmt fólk í heiminum, að Guð kannski elski ekki eins mikið þetta slæma fólk, það eigi skilið þá slæmu hluti sem það verður fyr- ir og það geri ekkert til þó að ég sjálf(ur) bæti aðeins við þeirra þjáningar. Þetta er alveg möguleiki er það ekki? Er Guð þannig að hann varðveiti að- eins fáa útvalda? Nei, Guð varðveitir alla. Hann tekur ekki svona afstöðu með eða á móti. Guð einmitt undir- strikar þetta þegar hann segir okkur að við eigum að fylgja Drottni vomm og elska óvini okkar, „svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta" (Matt. 5:45). Guð lætur sól sína renna upp yfir pelabarnið sem sefur í vöggu sinni og einnig „pela“manninn sem misbýður konunni sinni. Hann lætur blóð renna um æðar þeirra sem bæði elska hann, og þá sem fyrirlíta hann. Sú trú að Guð varðveiti aðeins þá sem hann heldur mest uppá, þeir út- völdu sem eru sléttir og felldir, er eins röng og sú trú að sólin sé á sporbaug um jörðu. Ef við leyfum þá getur Guð ann- ast okkur miklu betur - með því t.d að fylgja Hans leiðbeiningum - en það er okkar val hvað við gerum. I bókinni Mere Christianity skrifar C.S. Lewis, „Hann opinberar Sig mun meira til sumra einstaklinga - ekki vegna þess að Hann á sér uppáhalds einstaklinga, heldur vegna þess að það er ógjömingur að ná til einstaklings þar sem hugur og líkami eru í slæmu ástandi. Rétt eins og sólarljósið, sem gerir ekki upp á milli, endurkastast mun verr frá rykugum spegli heldur en frá hreinum spegli". Mér finnst athyglisvert samtalið sem á sér stað í 5. kafla Jósúa. Jósúa er að undirbúa sigur á hinni múra háu borg Jeríkó þegar hann lítur upp og sér ein- hvern halda á sverði. Jósúa segir: „Hvort ert þú vor maður eða af óvinum vorum?" Engillinn: „Nei! heldur er ég fyrirliði fyrir hersveit Drottins." Fyrir englinum var þessi spurning óviðeig- andi. Það er það sama fyrir okkur í dag. Spurningin er ekki „hvort Guð sé á okk- ar bandi“ heldur, „erum við á bandi Guðs?“ Heimur íþróttanna gefur okkur áberandi dæmi um „Guð er á okkar bandi“ fyrirbærið. I hvert skipti sem sig- urglaður leikmaður segir, „Guð var með okkur,“ fæ ég þá hugmynd að ef Guð var á þeirra bandi, þá - kallar stríðsbæn Marks Twain þetta „hinn ósagða hluta" Guð var ekki með þeim sem töpuðu. Hræðileg yfirlýsing og örugg leið til að byggja upp vantraust á Guði. í hvaða keppni sem er, væri Guð bara með helmingi keppenda. En gæti Guð hafa verið jafn mikið með þeim sem töpuðu?. Gæti hann verið jafn mikið „með mér“ þegar ég finn ekki bíllyklana, þegar ég hitti ekki á markið og þegar pabba batn- ar ekki af krabbameininu? Immanuel, „Guð með oss“, er stað- reynd og þýðir ekki endilega sigur eða ósigur. I því samhengi er „oss“ ekki endilega Valur eða FH, og ekki er „oss“ föðurlandið eða söfnuðurinn. „Oss“ er allt mannkyn, við öll, öll börn Guðs. Guð tekur vissulega afstöðu. A móti ráðamanni myrkursins. Á móti öflum og meginreglum sem tilheyra hinni óséðu veröld. Með sínu tímalausa vopni, berst Guð við lygar með sann- leika, örvæntingu með von, illkvittnis- legu hatri með skilyrðislausum kærleika. Ásamt sigri Davíðs á Golíat, verum viss um að við segjum að Guð „með oss“ jafnvel þegar við töpum, og að Guð elskaði svo heiminn að hann gaf son sinn, líka fyrir alla þá sem okkur mislík- ar við. Höf: Chris Blake WRITE NOW TO: Director of Admissions, ATTN.SOE99/00 Newbold College, Bracknell, Berks RG42 4AN, England Tel: +44 1344 407407 Fax: +44 1344 407404 email: admissions@newbold.ac.uk to Newbold sh Language Courses Autumn Term 27 September - 16 December 2000 Winter Term 4 January - 9 March 2000 Spring Term 27 March - 8 June 2000 Summpr Rrhnnl 4 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.