Aðventfréttir - 01.12.2010, Qupperneq 5
í sínu lífi. „Hvort sem þér því etið
eða drekkið eða hvað sem þér
gjörið, þá gjörið það allt Guði til
dýrðar“ (lKor 10.31). Hluti af því
er að hjálpa öðrum að kynnast þeim
Guði sem við þekkjum.
Jafnvægi er þriðja atriðið sem
leiðbeinir okkur í því hvernig við
nýtum tíma okkar. Ef við
einblínum eingöngu á einn þátt lífs
okkar þá mun sá þáttur stjórna
öllum okkar tíma. Guð vill að
við lifum í jafnvægi sem
hjálpar okkur að vaxa í
sambandi okkar við hann og
við ástvini okkar og vini og
aðra sem í kringum okkur eru.
Gott jafnvægi næst með
aukinni samþættingu Guðs
sem Drottinn í öllum þáttum lífs
okkar. Getum við treyst Guði fyrir
því að leiðbeina okkur í öllum
daglegu smáatriðum lífs okkar?
Persónulegur vöxtur og áætlanir
Fjórða ráðið sem getur hjálpað
okkur að stjórna tíma okkar er að
búa til áætlun yfir þinn
persónulegan vöxt. Guð hefur
skapað okkur með næstum því
takmarkalausa getu til að vaxa. Ef
við aðeins eyðum einni klukkustund
á dag í að vaxa á einhvern hátt, þá
höfum við meira en 300 stundir á
ári fyrir persónulegan vöxt.
Möguleikarnir eru sannarlega
miklir.
Fimmta ráðið er að búa til
tímadagbók yfir eina viku u.þ.b.
einu sinni á ári. Skráðu hjá þér alla
þína starfsemi á 15 mín. fresti.
Leggðu saman þann tíma sem þú
eyðir í mismunandi flokka á
hverjum degi, og síðan fyrir heila
viku. Þar næst skaltu greina
hvernig þú eyðir tíma þínum.
Berðu tímann þinn saman við gildi
þín og forgang. Taktu ákvarðanir
um þær breytingar sem þú vilt gera
varðandi það hvernig þú eyðir tíma
þínum.
í sjötta lagi er gott að hafa áætlun
yfir það hvernig þú nýtir auka tíma
sem þú færð yfir daginn. Þú getur
t.d. verið með bók á þér til að grípa
í ef þú hefur auka 2-5 mín (t.d. ef þú
þarft að bíða einhvers staðar
o.s.frv.). Eða þá geturðu haft á þér
litla skrifblokk, lítil auð kort, eða
rafræna dagbók og notað þessar
auka 5 mínútur í að skrifa niður
hugmyndir eða skrá glósur. Þú
getur einnig notað slíkar
aukamínútur í fyrirbænir. Þú getur
beðið fyrir fjölskyldumeðlimum
þínum, vinum, eða þeim sem þú
hefur á bænalista, og lyft hverjum
og einum þeirra til Guðs í bæn.
í sjöunda lagi er gott að skipuleggja
fyrirfram það sem þú ætlar að gera
hvem dag. Mér finnst tvær aðferðir
skila bestum árangri í þessu. Annað
hvort að skipuleggja daginn kvöldið
áður, eða að skipuleggja daginn
snemma morguns sama dag. Það
getur einnig reynst vel að setja sér
ákveðin markmið fyrir daginn.
í áttunda lagi er gott að búta niður
tímann þinn. Bútaðu tímann þinn í
20-40 mínútuhluta og skipuleggðu
þannig daginn. Hver hluti getur
innifalið svipuð smærri verkefni eða
nokkra sameiginlega búta fyrir eitt
stórt verkefni.
Taktu þér pásu
Taktu þér pásu á 25-40 mínútna
fresti. Það er níunda ráðið. Pásan
getur falist í því að hvíla þig á því
sem þú ert að gera, eða með því að
skipta um verkefni. Það getur
reynst vel að skipta um vinnuhraða
á huga eða líkama. Flestum finnst
þetta hjálpa huganum að viðhalda
einbeitingu og frískleika. Þetta
hjálpar einnig við að viðhalda
hærra orkustigi og kemur í
veg fyrir leiði.
Tíunda ráðið er að taka Guð
með þér inn í sérhvert
verkefni. Æfðu þig í
nærveru hans með því að
opna huga þinn fyrir þeim
raunveruleika að hann er
alltaf með þér (Mt 28.20). Þú getur
gert þetta með því að biðja hann á
meðvitandi hátt að vera með þér í
hinum ýmsu verkefnum og verkum
sem þú þarft að vinna. Einnig er
hjálplegt að sjá fyrir þér Jesú þér
við hlið í öllum þínum verkum.
ímyndaðu þér hvemig það væri ef
þú gætir séð Jesú gangandi eða
sitjandi við hlið þér í öllum
stundum dags þíns.
Tíminn er dýrmætur. Sá tími sem
eyðist er aldrei hægt að
endurheimta. Við getum aðeins
haldið áfram, en það getum við gert
með ásetningi. Við getum beðið
Guð um að hjálpa okkur að ná valdi
á tíma okkar með því að láta hverja
stund í hans hendur og biðja hann
um að umbreyta öllum okkar
verkum með návist sinni. Þannig
verður tíminn að lífstfl sem hefur
tilbeiðslu að leiðarljósi þar sem við
gefum okkur Guði fullkomlega
(Rm 12.1-2)
Tekið úr Dynamic Steward,
tbl. 5 nr. 1
þýtt af Söndru Mar Huldudóttur.
Hvaö verður um tímann þinn? Gefur
þú Guði tíma í þínu lífi? Notar þú þau
ráð sem er að finna í þessari grein til
að gefa Guði meiri tíma í lífi þínu.
Guð vill gefa okkur líf í fullri gnægð,
en gefur þú honum tíma til að veita
þér það?
AÐVENTFRÉTTl R ♦ DESEMBER 2010 |