Aðventfréttir - 01.12.2010, Qupperneq 7

Aðventfréttir - 01.12.2010, Qupperneq 7
BIBLÍA LTTLB BARNANNA Reglur Guðs Dag einn tjölduðu Israelsmenn ná- lægt fjalli. Guð kallaði Móse upp á fjallið. Hann vildi tala við Móse. Fjallið skalf. Þykk ský umlukti það. Það voru þrumur og eldingar. Guð hafði komið í skýinu til fjallsins. Móse fór upp á fjallið. Hann talaði við guð. Guð sagði Móse frá regl- unum sem hann vildi gefa þjóð sinni. Guð sagði: „Ekki drepa. Ekki stela. Þú skalt heiðra föður þinn og móður.“ Hann gaf þeim einnig margar aðrar reglur. Guð sagði Móse einnig að reisa lofgjörðahús. Fólkið reisti það nákvæmlega eins og Guð hafði sagt þeim að gera. Það kallaði húsið „tjaldbúð.“ Skýið sem fór á undan þeim var yfir tjaldbúðinni. Þegar skýið færðist úr stað elti fólkið það. Það tók tjaldbúðina með sér. Þegar skýið stansaði, stansaði fólkið. Njósnararnir tólf Loksins kom fólk Guðs til landsins sem Guð hafði lofað því. Guð sagði, „Sendið nokkra menn inn í landið til að kanna það.“ Móse valdi tólf menn. Hann sagði við þá: „Farið inn í landið. Komið svo aftur og segið okkur hvort landið er gott eða vont og hvort þjóðin er sterk eða veik.“ Mennirnir fóru inn í nýja landið. Þeir komu til baka með ávexti. Þeir sögðu, „Þetta er gott land, en fólkið er mjög sterkt. Það mun berjast við okkur og sigra okkur.“ ísraelsmenn urðu hræddir. „Við getum ekki sigrað þetta fólk,“ sögðu þeir. Jósúa og Kaleb sögðu: „Verið ekki hræddir, Guð er með okkur.“ En fólkið vildi ekki hlusta á þá. Guð varð reiður við þjóð sína. Fólkið trúði því ekki að hann gæti hjálpað því. Guð sagði: „Þið fáið landið ekki strax. Þið verðið að ferðast í fjörutíu ár í viðbót.“ Og það var einmitt það sem gerðist. Asninn sem talaði Guð gerði þjóð sína sterka. Aðrar þjóðir voru hræddar við hana. Kon- ungurinn í Móab var hræddur. Hann vildi berjast við þjóð guðs. En hann vildi vera viss um að vinna. Þess vegna talaði hann við Bíleam. Bíl- eam var maður, sem vissi hvernig áttið að blessa og bölva fólki. Þegar hann blessaði eða sagði eitthvað fallegt, gerðust góðir hlutir. Þegar hann bölvaði eða sagði eitthvað illt, gerðust vondir hlutir. Konungurinn í Móab sagðist ætla að borga Bíl- Bíleam fyrir að bölva fólki Guðs. Þetta kvöld talaði Guð við Bíleam. Hann sagði Bíleam að bölva ekki þjóð sinni. En Bíleani fór samt til fundar við konunginn. Á veginum var engill sem stöðvaði hann. Bíl- Bíleam sá hann ekki, en það gerði asninn hans. Asninn fór út af veg- inum, út á akurinn. Bíleam varð reiður og sló asnann. Asninn færði sig upp að garðvegg. Bíleam barði asnann, en asninn lagðist niður. Bíleam barði asnann aftur. Þá lét Guð asnann tala! „Hvers vegna ertu að berja mig?“ spurði hann. „Þú hefur gert lítið úr mér,“ svaraði Bíleam. Þá sá Bíleam engilinn og laut honum. Guð sagði: „Hvers vegna lamdir þú asnann? Ég sendi engil minn til að stöðva þig. Þú ert ekki að gera rétt.“ Bíleam sagði: „Ég hef syndgað. Viltu að ég fari aftur heim?“ Guð svaraði: „Farðu til konungsins. Þú verður að blessa þjóð mína.“ Svo Bíleam fór og hitti konunginn og hann blessaði þjóð guðs í stað þess að bölva henni. Biblía litlu bamanna er gefin út af Veg- inum, kristnu samfélagi. Þetta er birt með góðfúslegu leyfi þeirra. AÐVENTFRÉTTIR • DESEMBER 2010

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.