Aðventfréttir - 01.12.2010, Page 13

Aðventfréttir - 01.12.2010, Page 13
Guðfræðileg helgi eftir Steinunni Theódórsdóttir Helgina 26. - 28. nóvember stóð Æskulýðsráð fyrir svokallaðri guðfræðilegri helgi að Hlíðardalsskóla fyrir ungt fólk frá 19 ára aldri. Hópur af ungu fólki mætti á föstudags- kvöldinu. Eftir kvöldmat var skipt í hópa, hóparnir völdu sér efni til að skoða og fengu leiðbeiningar frá Stefáni Rafni, Sonju og Birgi varðandi aðferðir og frágang. Hópamir voru 4 og ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Efnin sem urðu fyrir valinu voru: Eiga konur að þegja á safnaðarsamkomum? Getum við fyrirgefið syndir? (Jesús gaf lærisveinum sínum boð um að fyrirgefa syndir) Guðs ríki, hvernig tengist það mustarðskorni? Leyfir Guð fjölkvæni? Helgin fór svo í það að kafa í Biblíuna með hjálp orðalykla, orðabóka og fleiri hjálpargagna. Mikið var talað, lesið, hlegið, hugsað og beðið. Það var gaman að fylgjast með áhuganum og spenningnum við að komast að niðurstöðu sem hægt væri að kynna fyrir öðrum. Auk þess að lesa og rannsaka var farið í góðan göngutúr, borðað mikið, spjallað, spilað, leikið og blakað. Niðurstaða helgarinnar var sú að ALLIR ættu að fá tækifæri til að fara í gengum svona vinnu. Hóparnir hafa áhuga á að kynna niðurstöður sínar í kirkjunum okkar og skora á prestana að skipuleggja fleiri svona rannsóknarhelgar fyrir fleiri aldurshópa. Fréttir af Barnastarfinu í Reykjavík eftir Hörpu Theodórsdóttir Ýmislegt hefur verið tekið fyrir í hvíldardagskóla barnanna þetta haustið. Við byrjuðum að vinna með krökkunum um hver við værum sem kirkja, kynntumst kirkjuhúsinu okkar betur töldum t.d. öll herbergi kirkjunnar. Nú eins og undanfarin ár tóku krakkarnir þátt í verkefni KFUM og K „Jól í skókassa“ og útbjuggu jólasendingar til fátækra barna í Ukraínu. Við skoðuðum myndband frá því þegar skókassarnir fóru frá íslandi og voru afhentir börnunum í Úkraníu og töluðum við um gleðina sem fylgir því að fá og gleðina í að gefa. í sambandi við þetta verkefni höfum við lagt áherslu á að við erum hjálparar Guðs. Börnin stungu upp á að hafa huggulegt laugardagskvöld saman þar sem þau fengu tækifæri til að bjóða vini. Vorum við með svokallaða Kjötbolluhátið þar sem við fórum í leiki og borðum saman kjötbollur sem feðurnir bjuggu til og elduðu. í framhaldi af lexíunni um að Guð sé eins og leirkerasmiður og við listaverkin hans ætlum við að vera með skapandi verkefni fyrir börnin í desember auk þess að minna okkur á hinn sanna boðskap jólanna. Bestu kveðjurfrá barnastarfinu í Reykjavík. AÐVENTFRETTIR • DESEMBER 2010

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.