Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 16

Aðventfréttir - 01.12.2010, Blaðsíða 16
Bænasíðan Bænin virkar eftir Erika F. Puni, deildarstjóra ráðsmennskudeildar aðalsamtakanna Hannah þráði að eignast barn og ákallaði Guð. Hann svaraði bæn hennar og umbunaði trúfesti hennar með fæðingu Samúels (1S 1.10, 19-20, 27). í prófraun um hollustu og tilbeiðslu ákallaði Elía Drottinn, sem lét í kjölfarið eld falla af himnum ofan er eyddi brennifórninni og öllu umhverfis altarið (lKon 18.36- 39). Þegar Daníel og vinir hans stóðu fram fyrir því að deyja leituðu þeir til Guðs um visku og björgun og hann svaraði bænum þeirra þótt þeir væru í fjarlægu landi (Dn 2.17-19). Þessi fáu dæmi úr Gamla-testamenntinu sýna fram á mátt og handleiðslu Guðs í gegnum bænina. Bænin virkar. Hún ber okkur burt frá hversdagsleikanum og inn í nærveru hins almáttuga. En hvert er hlutverk bænarinnar fyrir hina kristnu kirkju í dag? Bænin og fylgjendur Krists Bænin var andleg undirstaða lífsins í ísrael og Gamla- testamenntinu. Hún var sannarlega einnig meginþáttur í lífi fyrsta kristna safnaðarins sem hófst með Jesú Kristi og lærisveinunum tólf. Bænin var sambandsleið Jesú við föður sinn þann tíma sem hann vann sína jarðneskju prestsþjónustu, og lærisveinarnir þekktu þessa andlegu vídd í lífi hans. Til að missa ekki af þeim krafti og friði sem kemur einungis með því að vera í sambandi við Guð, kom einn af þeim tólf til Jesú dag einn og sagði: Drottinn, kenndu okkur að biðja (Lk 11.1-13). Það er merkilegt að taka eftir hversu líkt samhengið er í Lk 11 og Mt. 6.9-13 þegar Jesús talaði sérstaklega til lærisveinanna. í Lúkas 11 var Faðir vorið sem Jesús kenndi þeim beint svar við beiðni eins lærisveinsins, í Matteus 6 var Faðir vorið sett sem dæmi um það hvernig ætti að biðja andstætt því hvernig „hræsnarar“ og „heiðingjar“ báðu. Bænin er mál hjartans. í fjallræðunni setur Jesús bænina fram sem persónuleg og náin tengsl við Guð án tillits til aðstæðna í lífi einstaklingsins. Þetta fjallar ekki um hefðir eða venjur, eða um hver var að horfa eða hlusta, heldur um það hver við erum hið innra í tengslum við það hver Guð er sem faðir okkar. Bænin var ekki bara enn eitt a t r i ð i ð á löngum lista yfir það sem fylgjendur Krists ættu að stunda daglega, heldur kjarninn í því hvað það þýðir að vera fylgjandi hans hér í þessum heimi. Bænin, eins og hún er sett fram í báðum þessum köflum (Mt 6 og Lk 11), er óaðskiljanlegur hluti í lífi og þjónustu hinna kristnu þá og nú. Bænin og lækning Önnur mikilvæg hlið bænarinnar í Biblíunni og í þjónustu hins fyrsta kristna safnaðar var áherslan sem lögð var á að biðja fyrir hinum sjúku. Þegar sonur gestgjafans, sem gaf Elía spámanni húsaskjól og mat, veiktist og dó, bað Elía til Guðs um lækningu og barnið lifnaði við (lKon 17.17-22). Slfkt dæmi um bæna manninn Elía í Gamla- testamenntinu gleymdist ekki hjá postulanum Jakob þegar hann skrifar hinu dreifða samfélagi kristinna og minnir þá á mikilvægi þess að biðja fyrir hinum veiku. „Sé | AÐVENTFRÉTTIR « DESEMBER 2010

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.