Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 1

Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 1
37. árg. Reykjavík - ágúst/september 8.-9.tbl. 1974 Ýmislegt hefur gerst í starfinu á liðnu sumri og skal hér reynt að gefa stutt yfirlit yfir það helsta: Bóksalan. Á liðnu vori kom út 4. bindi af bókinni Sðgur Bibíunnar. Bóksalarnir hafa unnið að því í sumar að fara með þessa bók og aðrar bækur til fólksins. í sumar voru 3 bóksalar frá Newbold skólanum í Englandi en auk þess allmargir íslendingar og munu bóksalarnir hafa verið um 15 alls. Bóksalan gekk með afbrigðum vel og er nú búið að fara yfir nær allt landið. Endanlegar tölur um sölu liggja ekki fyrir, en verða birtar síðar. Augljóst er að salan hefur gengið ágætlega. Sumarbúðarstarf. í sumar voru 60 börn í sumarbúðum á Hlíðardalsskola. ^Þetta var 10 da^a námskeið, sem tókst mjög vel. Steinþór Þórðarson stjornaði starfinu en auk þess unnu sjálfboðaliðar að þessu verki. Börnin voru mjög ánægð enda var veðriö einnig mjög gott svo að margt virðist hafa orðið til þess að þessi tilraun heppnaðist vel. Virðist hér um mjög góða leið til útbreiðslustarfs vera að ræða. Ungmennamót. Ungmennamótið var haldið að Hlíðardalsskóla x þetta sinn og þótti takast vel. Mótið sóttu á þriðja hundrað manns, bæði ungir sem eldri. Yfir vikuna var stór hópur manna en seinni hvíldardaginn kom margt gesta í heim- sókn. Aðalræðumaður mótsins var J.T.Knopper frá London.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.