Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 2
Bls 2 - BRÆÐRABANDIÐ 8-9 tbl. Ársmót. Arsmótiö var haldið aö Hlxðardalsskóla yfir verzlunar- mannahelgina og á hvíldardeginum voru á þriðja hundrað manns á samkomum. Á guðsþjónustunni og hvíldardagsskólanum var hvert sæti skipað í salnum, en börnin komu saman á öðrum stað, í aðalbyggingunni. Aðalræðumaður mótsins var J.T.Knopper og var boðskapur hans tímabær og alvarlegur. írsk börn. Meðan blaðið er í undirbúningi er hópur írskra barna á Hlíðardalsskóla. Þau eru hár á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hliðardalsskóli varð fyrir valinu þegar átti að velja þeim dvalarstað. Þau virðast una sér þar vel og komu myndir í sjónvarpi af þeim við leik fyrir framan samkomusalinn. Umhverfi Hlxðardalsskóla. Unnið var við umhverfi Hlíðardals- skóla eins og áformað hafði verið og getið hafði verið um í Bræðrabandinu. Hansen garðyrkjumaöur frá Danmörku og hans menn komu hingað til þess að vinna þetta verk, en auk þess unnu margir sjálfboðaliðar við verkið. Margir gáfu gjafir til þessa verks og sumir stórar. Var ánægjulegt fyrir fólkið sem safnaðist saman á mótin á Hlíðardalsskóla í sumar að sjá það átak sem gert hafði verið í umhverfi skólans. Þeir eiga þakkir skyldar sem þar eiga hlut að máli. 5 daga áform. í undirbúningi er nú námskeið til þess að hjalpa folki að hætta reykingum. Það verður haldið dagana 1. - 5. september n.k- J.D.Hendr-iksen, danskur læknir búsettur í Bandaríkjunum, mun starfa á námskeiðinu. Strax og fráttin um námskeiðið birtist í fjölmiðlum byrjaði síminn að hringja og bárust um 50 pantanir fyrsta daginn. Þessi námskeið eru vel til þess fallin að eyða hleypidómum og skapa velvilja meðal fólksins. Innsöfnun. Kópur fólks er nú á ferð úti á landi í innsöfnun. Góðar fréttir hafa borist frá þeim og virðist safnast meira en nokkru sinni fyrr. September er innsöfnunartíminn í söfnuðunum og vonum við að margir verði til þess að vinna þetta verk. Það virðist vera auðveldara en nokkru sinni fyrr. Ritstjóri og ábyrðarmaður. Sigurður Bjarnason* Útgefendur: Aðventistar á íslandi.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.