Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 4
Bls. 4 - BRÆÐRABANDIÐ 8-9 tbl. Má ég koma með áminningu sem var mikil hvatning fyrir mig. "Vertu þú sjálfur eins og Guð hefur ætlað þér. Vertu ekki skuggi neins annars. Vænstu þess að Guð muni vinna fyrir þig, með þér og gegnum þig." - The Ministry of Healing, bls. 499. Margir einlægir kristnir menn í mörgum söfnuðum eru að byrja að vakna í þeim andlega hjúp, sem hefur bundið þá svo lengi. Þeir eru orðnir þreyttir að vera staðnaðir og nafnkristnir og eru farnir að kanna trú sína, athuga ástæðurnar fyrir játningu sinni,og það sem þýðingarmest er af öllu að sanna fyrirheitin fyrir sér sjálfum. Mary Brett hafði verið meðlimur í söfnuði einum í vesturfylk^um Bandaríkjanna í 25 ár, hlustað á góðar ræður frá ræðustólnum í hverri viku og verið hlekkur í kerfi safnaðarins eins og góðum meðlim sæmir. Þannig hélt líf hennar áfram slétt og fellt, en samt vantaði eitthvað, þar til hún varð að^taka afstöðu, er kall kom um að taka þátt x Biblíugjafaáforminu. Hún gaf sig fram. Nokkrum vikum síðar kom hún með tvær konur í kirkju sem hún hafði verið að rannsaka með. Hún sagði á eftir: "Ég vissi alltaf að það var eitthvað sem ég gæti §ert og að lokum hef ég fundið það. Það er einhver tilgangur í kirkjusókn núna." Einstaklingur sem þekkti blessunina af persónulegri reynslu skrifaði þetta: "Það er meiri hvatning fyrir okkur í minnstu blessun sem við öðlumst sjálf en í því að lesa æviágrip trúarhetjunnar eða guðsmannsins. Þau atriði sem við sjálf reynum af blessunum Guðs og fyrirheitum hans getum við skráð á spjöld minninganna." - Our High Calling, bls.135. Er við leitum á spjöldum minninganna og finnum fáeinar góðar reynslur eins og gimmsteina í fortíðinni munum vér öðlast meiri löngun eftir meiri náð í lífi okkar til þess að vinna verk fyrir meistarann. Hópur leikmanna kom saman til þess að leggja áform fyrir útbreiðslustarf í lítilli borg nálægt. Þeir hétu því að helga sig þessu starfi til þess að öðlast virkilega reynslu. Þetta þýddi margra vikna heimsóknarstarf áður en samkomurnar hófust. Síðan leigðu þeir lítin sal, undirbjuggu ræðurnar og fluttu þær sjálfir^og þegar samkomurnar voru á enda báðu þeir um útbreiðsluprédikara til að ljúka verkinu. Sex manns voru skírðir. Þegar ég var að tala við einn af þessum leikmönnum nýlega sagði hann:"Þessi reynsla var hátindurinn í lífi mínu." Svo bætti hann við:"Ég mun ekki vera ánægður |yrr en ég hlýt^sömu sdu reynsluna aftur." J'Hver sú sál sem vill frelsast verður að hafa ósvikna persónulega reynslu í því sem Guðs er." - The Acts of the Apostles, bls.388. "Margir geta sagt frá því hvað miklir og góðir menn liðinna kynslóða hafa gert og hætt á og liðið... Þeir verða mælskir er þeir setja fram kraft fagnaðerindisins sem hefur gert öðrum kleift að fagna í erfiðri baráttu og standa fastir gegn grimmilegum freistingum, en á sama txma sem þeir eru svo ákafir við að setja aðra fram sem vitni fyrir Jesú virðast þeir ekki hafa neina nýja tímabæra reynslu að segja frá sjálfir." - Cospel Workers, bls.273.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.