Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 6
Bls. 6 - BRÆÐRABANDIÐ 8.-9. tbl. LEIKMANNA SÍÐAN Framhald úr 3. tölublaði. 3. Fáðu stigvaxandi ákvarðanir, áður en þú framsetur þau sannleiksatriði, sem reyna á. Ein af lykilspurningunum, sem þú þarft að spyrja í mörgum Biblíurannsóknum er þessi: Hvað ætlar þú að gera? Til dæmis eftir að frelsunaráformið hefur verið framsett gætir þú komið með þá athugasemd, að "Jesús vill að allir gefi honum hjarta sitt að fullu, er það ekki?" Þegar einstaklingurinn samsinnir þessu, ættir þú að bæta við:"Hvað ætlar þú að gera með Jesúm Krist, Jónína?" Vertu svo þögull um stund og láttu Heilagan anda starfa. í mörgum tilvikum munt þú geta leitt bróður þinn eða systur til að gefa sig Guði í bæn. Þessi sama grundvallarregla gildir einnig um framsetningu annarra efna. 4. Vertu vakandi fyrir réttu augnabliki til að leita ákvarðana. Þegar þú framsetur þau sex rannsóknarefni, sem birtast munu í næstu blöðum, munt þú verða var við, hvenær sannfring er fyrir hendi. Það er rétta augnablikið til að fá fram akvöröun. Láttu ekki hugfallast yfir neikvæðum viðbrögðum. Heilagur andi mun hjálpa þér að vera næmur x þessum efnum. 5. Taktu guðræknileg efni inn á milli rannsókarefna um kenningar. Bentu þeim, sem finnst þeir hafi ekki reynt raunverulegt afturhvarf, á reynslu Páls í Róm.7:23-25 og Júdasar x Júdas 24. Það er líka uppörvun að finna í Orðskv. 24:16. Ellen White hefur skrifað, að þegar einstaklingur gefst Kristi, "fyllist sálin^guðlegri orku Heilags anda"(5), sem gerir okkur kleift að hlýðnast vilja Guðs. 6. Framsettu allan sannleikann. Allur sannleikurinn verður að koma fram. Það er hægt að framsetja meginreglur Krists án hans sem persónu og persónu Krists án meginreglna hans. Guð ætlast til þess að við framsetjum allan sannleika hans, bæði þann sem er ánægjuvekjandi og þann, sem vekur sársauka. Það er vissulega erfitt verk, en það er einmitt þessvegna, að hann hefur veitt okkur aðgang að öllum hjálpar- leiðum himinsins.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.