Heimilisritið - 01.01.1954, Page 37

Heimilisritið - 01.01.1954, Page 37
manns kærðir fyrir árás, óhlýðni og mótþróa við lögregluna. Það hefur þrisvar verið ráðizt á mig. 1 gamla daga voru lögreglumenn heldur ekki sérlega mjúkhentir. Þegar ég var unglingur í Lady- well í London, voru lögreglu- þjónarnir vanir að troða marm- arakúlum innan í hvítu hanzkana sína og gefa okkur utanundir, þegar við vorum með óknytti. En nú er það unglingadómstóllinn, og ég efast um, hvor aðferðin er betri. En á Collins var ráðizt af svo níðingslegri grimmd, að það varð ekki látið óhegnt. Aðstoðarmaður minn var Art- hur Veasey, leynilögreglumaður, þrautseigur og harðsnúinn mað- ur, gamansamur vel, og honum lá svo hátt rómur, að hann fékk viðurnefnið ,,Skrækur“. Klæðis- pjatlan var geymd á lögreglustöð- inni. ,,Ég get ekki séð hvernig hún ætti að koma ykkur að miklu liði“, sagði lögreglustjórinn í Warwick. ,,Við höfum spurt sér- hvern klæðskera í borginni.“ Þetta var heilleg pjatla, við Veasey rannsökuðum hana. ,,Láttu mynda hana, Arthur," sagði ég. Margir lögreglumenn eyddu þessum morgni í það að dreifa ljósmyndum af klæðis- pjötlunni til blaðanna. Sérhver lesandi, sem taldi sig kannast við þessa gerð efnis, átti að koma viðstöðulaust til bráðabirgða- stöðva minna í Warwick lög- reglustöðinni. Síðan fór ég með pjötluna sjálfa til ritstjóra blaðs- ins þarna á staðnum. Um hádegi var búið að næla hana upp í sýn- ingarglugga ’ blaðsins, en við Veasey sátum við borð rétt innan við gluggann. Ollum, sem þótt- ust bera einhver kennsl á efnið, var boðið að koma inn. Lögreglu- bílar með gjallarhorn voru látnir aka um göturnar og hvetja fólk til að skoða sýningargripinn. Fyrir innan sátum við Veasey sveittir í júníhitanum og biðum. Margt fólk kom — sumir voru vissir um að þeir hefðu séð föt ,,úr alveg svona efni“ á græn- metissalanum, leigjandanum í næsta húsi, þessum sífulla róna þarna á kránni, o. s. frv. Af mik- illi þolinmæði skrifuðu lögreglu- mennirnir niður þessa framburði og fóru út til að rannsaka hvort nokkuð væri hæft í þessu. Við vorum orðnir þreyttir, og Veasey var að kveikja sér í sígarettu, þegar ungur, sólbrenndur náungi með hermannlegt skegg kom að borðinu til okkar. ,,Þessi hérna — hm, klæðis- pjatla,“ sagði hann hressilega. ,,Hún er úr burtskráningarföt- um! alveg áreiðanlega!“ Burtskráningarföt úr herþjón- ustu! Þetta sumar, 1946, voru JANÚAR, 1954 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.