Heimilisritið - 01.01.1954, Qupperneq 48
húsum er sjaldnast um hjúkrunar-
konu eða aðstoðarmann að ræða.
Er það flestum fjölskyldum of-
rausn, og þá sér í lagi þeim fjöl-
skyldum, sem flest eiga börnin.
Læknirinn verður kannske að fá
sér til aðstoðar systur, rnóður eða
nágrannakonu sjúklingsins í stað
hjúkrunarkonu, og tregan og fát-
fenginn eiginmann til aðstoðar
við fæðingu eigin barna. Hann
finnur til óljósrar ábyrgðar vegna
þeirra þjáninga, sem konan verð-
ur að þola. Orð og framkoma
systra eða móður auka á þessi ó-
þægindi hans, og stundum bein-
ar athugasemdir eiginkonunnar
sjálfrar. Hvað.anæva er honum
gefið að skilja, að eiginmaður sé
illa gerður hlutur, og að hann sé
á einhvern hátt að bregðast skyldu
sinni við fæðinguna. Hámarkinu
er náð, þegar honum er hrana-
lega skipað að halda ethergrímu
yfir andliti konu sinnar, og lækn-
irinn segir í spaugi — svo sem
til að hressa hann við og láta
hann finna til ábyrgðarinnar —
að honum muni aldrei gefast ann-
að eins tækifæri til að losna við
konu sína. Lang oftast er fæðing-
ardeyfing í heimahúsum erfið við-
fangs. Átakanlegt dæmi um þol-
gæði er sveitalæknirinn, sem
stendur í því samtímis að bægja
frá sér hinum áleitnu ráðlegging-
um systur eða móður sjúklingsins,
draga aðstoðarviðvaninginn í yf-
irliði út undir bert loft, til þess
að lífga hann við, og annast fæð-
ingarhjálpina. Slíkt brauk er
langt frá því að vera sjúklingn-
um til hagræðis.
Fyrr á tímum voru skurðaðgerð-
ir, jafnvel hinar alvarlegustu,
framkvæmdar í heimahúsum. Nú
er sjaldgæft að slíkt sé gert ut-
an sjúkrahúss, einkum ef aðgerð-
in er það mikil, að hún krefjist
fullkominnar svæfingar. Þegar
þar að kemur, að hver kona ger-
ir sér ljóst, og sérhver læknir
leggur áherzlu á það, að barns-
fæðing sé í flokki meiri háttar að-
gerða, og þegar sérhver fæðing
fer fram í fullkomnu sjúkrahúsi,
þá en ekki fyrr, mun konan verða
fullkomlega aðnjótandi þeirra
hlunninda, sem deyfingin veitir.
Þar mun hún hljóta einhvers kon-
ar deyfingu, hvort sem hún ligg-
ur í einkaherbergi eða á almenn-
ingsdeild. Og ennþá meiri þýð-
ingu hefur það fyrir heilsu henn-
ar í framtíðinni, að deyfingunni
er haldið við eftir að barnið er
fætt, þangað til lækninum hefur
gefizt tími til ýtarlegrar rannsókn-
ar á sjúklingnum og til þess að
gera að áverkum, sem myndu
hafa langvarandi heilsutjón í för
með sér, ef ekki væri sinnt, eins
og fyrrum tíðkaðist.
(Framhald)
46
HEIMILISRITIÐ