Heimilisritið - 01.01.1954, Page 62
hún hafði hingaÖ komið ? Það
vseri bezt að láta þau skoða í
töskuna svo því væri lokiS. Hún
hafði í svipinn gleymt skartgrip-
unum, sem hún hafði tekið með
sér, daginn sem hún flúði frá
Perrier, og sem nú voru í einu
horni töskunnar.
Það leið ekki á löngu þangaÖ
til Ralph hafði fundið þá. Hann
dró sigri hrósandi upp demants-
armband, langa perlufesti, skraut-
legt brjóstmen úr safírum og dem-
öntum, ásamt dýrmætum eyrna-
lokkum. Hann glotti aS furÖu-
svipnum á móður sinrii, þegar
hann sýndi henni dýrgripina.
,,Hvað sagði ég, mamma!"
hrópaði hann. ,,HvaSa heiðvirð
vinnukona hefur svona dýrgripi
í fórum sínum ? Því þetta eru eng-
ar eftirlíkingar, það get ég á-
byrgst! Stúlkan er augljóslega
þjófur, og ég þori að veÖja, aS
lögreglan verður glöS, þegar hún
fær hendur í hári þessa kvendis.
Þeir vita áreiÖanlega, hvaðan
gripirnir eru fengnir. Svona dýr-
gripa er ekki saknað, án þess að
lögregan fái vitneskju um hvarf
þeirra.“
Hann sneri sér að Katrínu með
ógeðfelldu glotti.
,,Hvers vegna hafiÖ þér ekki
komið þeim í peninga, vinkona ?
Var það of hættulegt fyrst um
sinn ? Var skynsamlegra að bíða
með að selja þá, þangað til far-
ið væri að firnast yfir hvarf
þeirra?“
,,£g á þessa skartgripi,“ svar-
aði Katrín kuldalega. ,,LátiS þér
þá aftur í töskuna mína undir
eins. Annars mun ég kæra t/Sur
fyrir þjófnað. Þér finniÖ áreiðan-
lega ekkert frá yÖur í töskunni
minni.“
„Fundust yður skartgripir móð-
ur minnar ekki nógu verðmætir
til þess að bæta þeim í safnið ?“
spurði hann með uppgerÖarglotti.
,,ÞaS eru þeir sannarlega
ekki!“ sagði Katrín æf og hafði
skyndilega naumast stjórn á sér. ^
,,Eg hef talsvert vit á gimstein-
um, og flestir skartgripir móður
yðar eru eftirlíkingar.“
,,0—ho!“ hneggjaSi hann.
,,Svo að það er þess vegna, sem
þér eruS að fara ? ÞaS borgar sig
ekki að vera hérna lengur, auð-
vitað, fyrst svo er.“
,,Ég átti ekki við þaÖ,“ sagði
Katrín æst.
,,Ekki það ?“ Hann sneri sér
að móður sinni. ,,HvaS um það,
þá held ég að hún ætti að gefa
lögreglunni lítilsháttar skýringar,
finnst þér það ekki, mamma ?“
,,Eg er sammála þér, Ralph,“
sagði frú Horton ákveðin. ,,Þú
ættir að síma strax til lögreglunn-
• «
ar.
En áður en Ralph hafði tekið
60
HEIMILISRITIÐ