Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 31
Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt. Fegurð - Hreysti - Hollusta Ný bragðtegun d. Karamella! H ilmir Jökull Þorleifsson er ósköp venjulegur 14 ára drengur. Hann hefur gríðarlegan áhuga á fót- bolta, hefur átt alla FIFA leikina frá 2004, er með töffaralega Justin Bieber klippingu og derhúfu, finnst gaman að hanga með vinum sínum og vill helst af öllu falla inn í hópinn. Hið eina sem greinir hann frá jafn- öldrum sínum eru tveir stórir stafir: M og S. Þegar Hilmir var 11 ára greindist hann með MS, Multiple Sclerosis, og er eina barnið sem hefur greinst með sjúkdóminn hér á landi. Al- gengast er að fólk greinist á aldrinum 20-40 ára þó svo að dæmi eru um erlendis að allt niður í ungbörn greinist með MS. Þessir tveir stafir eru því miður ansi fyrir- ferðarmiklir í lífi Hilmis. „Það breyttist allt þegar ég fékk sjúkdóminn,“ segir hann. Hilmir missti vini. Þeir gáfust upp á því að hann gæti ekki gert allt sem þeir gátu. Hlífðu honum í fyrstu – sem Hilmi fannst hugulsamt af þeim, spurðu: „Ertu viss um að þú getir þetta?“ þegar eitthvað var áformað. „Á endanum fengu þeir nóg af því. Þeim hefur kannski fundist þetta flókið,“ segir Hilmir. Um tíma einangraðist Hilmir félagslega sem reyndist honum erfitt. Móðir hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, segir þessi viðbrögð vina hans við sjúkdómnum hafa komið fjölskyldunni verulega á óvart. Þau hafi hins vegar heyrt svipaða sögu hjá foreldrum annarra langveikra barna, þau detti úr takti við jafnaldra sína við veikindin en Hilmir var mikið frá skóla og gat ekki lengur tekið þátt í íþróttum sem hann hafði áður stundað af kappi. Hann hafði ætlað sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór. „Ég held þetta sé svona: „Hann er öðruvísi, ég ætla ekki að vera með honum“,“ segir Hilmir. Hilmir hefur síðan eignast nýja vini. „Þeir eru æðislegir. Þeir horfa framhjá sjúkdómnum en þeim er samt ekki sama. Þegar við erum saman þá eru þeir bara með mér eins og ég sé bara hver annar strákur en ekki eins og ég sé með einhvern sjúkdóm,“ segir hann. Vill ekki skera sig úr Sjúkdómur Hilmis lýsir sér í mikill þreytu, verkjum og úthaldsleysi, ef honum verður of heitt, eins og í heitum potti, fær hann sjón- Framhald á næstu opnu Hilmir Jökull Þorleifs- son og móðir hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, eru æðrulaus gagnvart sjúkdómi Hilmis og hafa viðað að sér ýmsum upp- lýsingum sem þau vona að nýtist öðrum, fari svo illa að fleiri börn á Ís- landi veikist af MS. Ljósmyndir/Hari viðtal 31 Helgin 16.-18. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.