Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 72
72 bílar Helgin 16.-18. nóvember 2012 MINNI LOFTMÓTSTAÐA dregur úr eldsneytiskostnaði. Skíðabogar, farangursbox og skraut auka loftmótstöðuna. Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. ÁRSAÐILD AÐ FÍB FYLGIR ÖLLUM SAMNINGUM Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru. HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN SNILLDARJÓLAGJÖF 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Mercedes Bens A-Class frumsýndur Nýr Mercedes-Benz A-Class verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardaginn 17. nóvember klukkan 12-16. Þessi nýja kynslóð bílsins er mikið breytt frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseiginleika sem þykja afbragðsgóðir, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins. „Þessi netti lúxusbíll hefur vakið mikla athygli nú þegar fyrir fagurlega hönnun að innan jafnt sem utan. Nýtt grillið að framan er fallega hannað sem og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni sem þykir sportleg og vel hönnuð. Nýjar bensín- og dísilvélar verða í boði í nýjum A-Class sem eru afkastamiklar en einnig eyðslugrannar og umhverfismildar. Hægt verður að fá bílinn með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu.“  ReynsluakstuR lexus Rx HybRid d ísil og Porsche, er það ekki fullreynt? Þetta var það fyrsta sem kom í hugann þegar ég settist upp í nýja dísil út- gáfu af Porsche Cayenne S. Fyrsta dísiltilraun þeirra Porsche manna var ekkert sérstaklega vel heppnuð. Bíll með van- illubragði. Hvorki fugl né fiskur. Hannaður með um- hverfið i huga frekar en sportlegan akstur sem þýddi aftur að eiga Porsche var eitthvað svo óþarft. Í það minnsta mjög ólíkt stuðinu við að hengja gírkassann aftan í stóra kraftmikla bensínvél, ég tala nú ekki um ef splæst var í eins og eina, tvær túrbínur með. Vænt- ingar mínar voru því dempaðar þegar ég settist upp í þennan, þó óneitanlega glæsilega bíl í prufukeyrslu í Austurríki nú á dögunum. Allt innra rými er þó að vanda eins og best verður á kosið. Klassískt en þó með smá skammti af hér er ég! Það skal þó tek- ið fram að bílarnir sem prófaðir voru engar Harlem útgáfur. Þegar bíllinn var settur í gang í fyrsta sinn fann ég þó að það er verið að setja eitthvað rétt út í súrkálið þarna í Stutt- gart. Bíllinn hljómaði ekki vitund eins og dísil. Varla vottur af traktorshljóði, bara alvöru V8 brúúúmm! Ekki versnaði það við að setja í gír. Bíllinn skaust áfram eins og vilj- ugur og heimfús foli. Togið hélt áfram og áfram og hraðamælirinn hætti ekki að snúast fyrr en ökumað- urinn guggnaði og það langt, langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Áhyggjurnar af kraftleysi fuku því út í veður og vind. Í raun var ekkert öðruvísi að keyra þennan bíl heldur en V8 bensín túrbóinn. Jafn vel betra því sá togar ekki svona rosa- lega í gegnum alla gírana og þótt ég hefði hvorki hjólhýsi né hesta- kerru með mér þarna úti hef ég ekki minnstu áhyggjur af því að þessi bíll togi ekki hvað það sem hengt er á krókinn. Bíllinn er að vanda rúmgóður og vel fer um fjóra fullorðna í bílnum og skottið er rúmt og með því stærsta í þessum flokki. Það er í raun ekkert slæmt um þennan bíl að segja. Hann er öruggur, hljóðlátur, mjúkur í akstri og sparneytinn. Í það minnsta þegar bensínfóturinn, nei, ég meina olíufóturinn, er létt- ur. Sé þessum sama fæti hins vegar þrýst fast niður breytist bíllinn í urrrandi olíuófreskju. Ég tala nú ekki um þegar ýtt er á sporttakkann. Við það stífnar fjöðrunin upp og skiptingin verður hraðari. Munurinn er áþreifanlegur og er alls ekkert sölutrix. Þarna er líka komin ástæðan fyrir því að fá sér Porsche. Að hugsa um umhverfið er gott og göfugt en ef ákveðið er að kaupa Porsche er líka eins gott að það sé hægt að keyra hann eins og Porsche. Þegar ég hugsa svo um það er vanillu- ís líka langbesti ísinn. Ekki jafn bragð- sterkur og súkkulaði og ekki jafn væminn og jarðaberja. Fullkomið jafnvægi. Eitthvað sem hægt er að fá sér aftur og aftur og verður aldrei þreytt. Þetta virðist líka vera mottóið þeirra þarna hjá Porsche. Því þeim tókst að búa til frábæran díslilbíl. Bíl sem heldur góðu jafnvægi milli umhverfis, tækni og aksturseigin- leika. Tæknilegan en þó jafnframt einfaldan nútíma sportjeppa sem unun er að keyra. Algeran vanillubíl! Dísil drossía frá Porsche Plúsar + Kraftmikill + Ríkulega búinn + Fjórhjóladrifinn + Sparneytinn Mínusar ÷ Verð Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.