Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 46
„Málfarslúpína“ Í Íslenskan verður áfram í fullu gildi ef við sjáum til þess að enskan sigli ekki upp að hliðinni á okkur sem okkar annað mál. Það er sama og að láta sigla sig í kaf. Sennilega er óhjákvæmilegt að við fáum yfir okkur slettur, en við verðum að gæta þess að þær verði ekki að flekkjum eða brák. Svo sagði Þór- arinn Eldjárn rithöfundur í fyrirlestri fyrir þremur árum. Í upphafi hans vitnaði Þórarinn til orða Sig- urðar Nordal: „Það sem Jónas Hallgrímsson hefur skrifað og Konráð samþykkt, það kalla ég íslensku.“ Þau orð er gott að rifja upp í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar sem frá árinu 1996 hefur verið dagur íslenskrar tungu. „Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að hægt verði að segja um það mál sem hér verður tal- að eftir segjum hundrað ár: Það kalla ég íslensku?“ Svo spyr Þórarinn í fyrirlestri sínum og svarar: „Til að svo megi verða þurfum við þangað til að nota málið til alls og treysta því til alls.“ Svarið er því einfalt, eins og flest annað, ef að er gáð. Það er með samband okkar við íslenskuna eins og önnur sambönd. Þau endast ekki nema traust ríki. Í mínu ungdæmi óttuðust grand- varir menn áhrif dönsku á okkar ylhýru tungu. Þau voru mælan- leg, jafnvel ungum eyrum. Afi lagði Bjúkkanum við fortó þegar þau amma komu í sunnudags- lærið. Gangstéttir voru þó ekki margar við malargötur borg- arinnar. Við fórum út á altan þegar vel viðraði. Nú sitja menn á svölum til að sóla sig. Íslensku- kennarinn kallaði það pren- smiðjudönsku þegar við slógum um okkur í mannalátum í fyrsta bekk menntaskólans. Í íslensku orðabókinni sem Mörður Árnason, núverandi alþingismaður, ritstýrði má lesa að prenstsmiðjudanska er vond stæling á dönsku, til dæmis með því að nota íslensk orð með dönskum beygingum. Ungir menn slá ekki lengur um sig á dönsku, enn síður prentsmiðjudönsku. Nú er það enskan. Hún sí- ast inn í börnin með tölvunotkun og sjónvarpsglápi frá ungum aldri. Við fáum yfir okkur slettur en enn hefur okkur tekist að gæta þess að þær verði hvorki að flekkjum né brák. Íslenskan er, þrátt fyrir ágjöf, sprelllifandi. Sími er í hvers manns höndum, ekki telefónn. Tölva er á allra borði, ekki kompjúter. Við fljúgum milli landa í þotum, ekki jettum og vaskir flug- og björgunarsveitarmenn bjarga lífi og limum manna á þyrlum, ekki helikopterum. Enn erum við bókaþjóð. Lestrarkunnátta er undirstaðan mikla. Blöð þrífast þrátt fyrir tilkomu hins öfluga nets. Meðferð ritaðs máls er almennt betri í blöðum og tímaritum en þar sem látið er vaða á súðum, oft ábyrgðarlítið, á netinu. Við þurfum að vanda okkur í meðferð tungumálsins sem okkur hefur verið treyst fyrir. Sambandið þarf að rækta en eins og í öðrum sam- böndum þarf einnig umburðarlyndi. Íslenskan er í sífelldri þróun. Nýjungar fá nöfn. Þar reynir á mál- haga menn. Sum nýyrði henta og öðlast þegnrétt. Hið nýjasta er app, framandi að sönnu en á við smáforrit sem auðvelda daglegt líf. Það er stutt og fellur að beygingarkerfi tungu- málsins – og því væntanlega komið til að vera. Annað pirrar marga, þar á meðal pistilskrifarann, það er að segja svokölluð þágufallssýki. Gegn henni getur maður leyft sér að beita með- ulum og vandað um fyrir börnum og barnabörnum – og kannski stöku samstarfsmanni sem skrifar fyrir almenning – en tæpast verið með málrembu gagnvart öðrum. Þegar fram í sækir mun það ekki ganga af íslenskunni dauðri hvort heldur mig langar eða „mér langar“. Hið sama á við um alla þá sem „fara erlendis“ þegar þeir fara utan eða til útlanda. Maður getur leyft sér að nefna það við sína nánustu að við förum ekki erlendis, heldur dveljum erlendis. Um er að ræða dvöl á staðnum en ekki för til hans. Miðað við hina almennu notkun þess að „fara erlendis“ er leikurinn sennilega tapaður – og þá verður bara að hafa það. Þórarinn Eldjárn vék raunar að því að „fara er- lendis“ í fyrrgreindum fyrirlestri sínum. Hann, eins og aðrir góðir menn, barðist gegn þessari notkun og lagði það á sig, í þágu málstaðarins, að yrkja minnisvísu til að fæla fólk frá þessum ljóta sið: Menn sem nota málið skakkt mikið straff skal á þá lagt Ef þeir fara erlendis þeir aftur komi hérlendis. Þetta var áður en Þórarinn las, sér til skelfingar, minningargrein um Tómas Sæmundsson eftir eng- an annan en Jónas Hallgrímsson í Fjölni 1843. Þar sagði listaskáldið góða um hinn látna: „En er herra Steingrímur var að fara erlendis vetrarlangt að taka biskupsvígslu í Danmörku kom hann Tómasi í Bessastaðaskóla.“ „En krosstré brotna eins og aðrir raftar – og allra bestu þagna stundum kjaftar,“ sagði í Bílavísum forðum. Hvað getum við sagt, dauðlegir menn, fyrst ódauðlegt skáldið og eilífur verndari íslenskrar tungu lét biskupinn „fara erlendis“. Útbreiðsla orð- taksins er þegar svo mikil, eins og Þórarinn sagði í uppgjöf, að hún verður líkast til ekki heft úr þessu, ekkert frekar en útbreiðsla lúpínu eða skógarkerfils. Þrátt fyrir þessa „málfarslúpínu“ verðum við að vona, á degi íslenskrar tungu og í minningu Jónasar Hallgrímssonar, að traust ríki áfram í sambandi þjóðar og tungu, eða öllu heldur ást, sú sama ást og birtist hjá Jónasi og Þórarinn minnti á í erindi sínu: Ástkæra ylhýra málið og allri rödd fegra! Blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i • Framsækni í alþjóðlegri fjármálakreppu Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar • Ráðdeild og sóknarfæri í orkuvinnslu Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri orkusviðs • Traust vinnst með sátt við samfélagið Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri • Spurningar og umræður Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs. HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2012 Hilton Reykjavík Nordica 21.11. kl. 14-16 Arður í orku framtíðar Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á haustfundinum ræðum við framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is 46 viðhorf Helgin 16.-18. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.