Læknablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 10
4
Læknablaðið
Úr því aS minst er á þetta mál má benda á þaö, aS í minsta kosti tveim
héruöum eru nú sem stendur vandamál á feröum, sem benda til þess aö
læknastéttinni sé ekki óþarft að koma á föstum reglum um ýms atriöi.
í Eskifjarðarhéraöi hefir borið á megnri óánægju og æsingum gegn
Siguröi Hjörleifssyni héraöslækni. Sagt er að menn hafi bundist sam-
tökum um að leita ekki til hans ef annars væri kostur, en hitt er víst aö
reynt hefir veriö aö fá annan lækni til þess að setjast að á Eskifirði og
honum boöin sæmileg laun. Nú mætti ætla að héraöslæknirinn heföi unn-
iö sér eitthvað til óhelgis, vanrækt skyldustörf sín eöa gert einhver
glappaskot, en ekki hefir verið frá því skýrt og engin kæra hefir land-
lækni borist í þá átt. Hitt er aftur víst, aö Sig. Hjörleifsson var velmet-
inn norðanlands og þótti dugandi læknir, er því kynlegt ef hann er nú
alt í einu orðinn óhæfur að gegna störfum sínum. Ef héraösbúar hafa lög-
mætar sakir á hendur héraðslækni, þá komi þeir opinberlega fram með
þær og kæri hann. Þaö væri þá sjálfsagt að líta á mál þeirra meö allri
sanngirni, en meöan þaö er með öllu óljóst aö hann hafi til saka unnið,
mega þeir ekki búast við því, aö læknastéttin styðji mál þeirra.
Eftir erlendri tisku gæti það auövitað ekki komið til tals að nokkur
læknir settist að í Eskifjarðarhéraði nema því aðeins, aö fullar sakir
væru á hendur héraöslækni. Vér höfum ekki sett oss neinar reglur i þess-
um efnum, en sennilega reynist Eskifirðingum erfitt aö fá lækni, meöan
engar sannanir eru fyrir því að læknir þeirra hafi nokkuö til saka unnið.
*
* *
Þá er annar vandinn í Eyrarbakkahéraði. Konráð Konráðsson læknir
hafði verið settur þar áður embættið var veitt og féll héraðsbúum vel
við hann. Vildu þeir helst aö honum væri veitt héraðið, en er ekki varö
úr því, bundust þeir samtökum um að leita ekki til annara en Konráös,
sem gert hafði ráö fyrir því að dvelja fyrst um sinn á Eyrarbakka. Þessi
samtök hafa menn að mestu haklið, gengið algerlega fram hjá héraðs-
lækni og auk þess borið út um hann ýmsar þvættingssögur.
Þaö er ekki laust við að héraðsbúar í Eyrarbakkahéraði geri sig hlægi-
lega í augum þeirra sem þekkja Gisla lækni. Þeir eru svo hepnir að fá
bæði ágætan lækni og auk þess besta dreng í öllum greinum, mann sem
er beinlínis sómi fyrir stétt vora — og svo rís héraðið upp á afturfót-
unum.
En hvað sem þessu líður þá sprettur þetta ólag, sem sjálfsagt er báð-
um læknunum næsta hvimleitt, af þvi að vér höfum engar reglur um
starfsemi embættislausra lækna. Sennilega mætti finna eitthvert skipulag
sem bæöi væri hagkvæmt héraðslæknum og embættislausum læknum.
Það gæti t ,d. komið til tals, að nýir læknar settust ekki að á s a m a
s t a ð og héraðslæknir nema því aðeins að samkomulag væri um það.
Mér virðist margt benda til þess, að íslenskir læknar verði að koma
á fót föstum félagsskap og föstum venjum um ýms atriði, líkt og tíðkast
hvervetna erlendis, og það áöur en langt um líður. Hagur og sómi stétt-
ar vorrar er í veði ef þetta er algerlega vanrækt.
G. H.