Læknablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
o
Nokkur orð um mænusótt.
Þaö hafa nýlega komiö fregir um, aö mænusótt hafi gert vart viö sig
í Akureyrarhéraöi, og viöbúiö aö veiki þessi stingi sér víöar niöur. Þaö
virðist því eiga vel viö, aö beina athygli lækna aö sjúkdómi þessum, biöja
þá aö hafa góöar gætur á honum, reyna aö rekja feril hans, og afla sem
bestrar þekkingar um útbreiöslu hans. Hér á okkar strjálbygöa landi, ætti
aö vera hægt aö fá fulla vissu um þaö hvernig veikin breiöist út, en í fjöl-
mennu löndunum, þar sem mannamót, gestakomur og samgöngur eru svo
tíðar, er þetta erfiöara. Viö þetta bætist, að um fáa sjúkd. hefir almenn-
ingi og læknum oröiö tíöræddara seinustu árin, og ber tvent til þess:
i) Svo virðist sem sjúkkdómur þessi sé að magnast, veröa algengari og ill-
kynjaðri síöustu io—15 árin. 2) Læknum hefir tekist aö rannsaka sjúk-
dómsorsökina með tilraunum á dýrum, og viö þetta hefir þekking á sjúk-
dómnum aukist að miklum mun. Af þessum ástæöum hefi eg ráðist í aö
fara nokkrum orðum um veikina, en vil taka þaö fram, aö eg held mép
aöallega viö t i 1 r a u n i r þær, sem geröar hafa verið og b y r j u n a r-
e i n k e n n i veikinnar, því þetta er alt nýlegt. Aftur sleppi eg aö lýsa
lömunum og öörum seinni einkennum hennar, sem eru alkunn öllum
læknum.
Saga sjúkdómsins. Ekki er unt að segja, hve langt er síðan sjúkd. kom
upp. Fyrsti læknirinn, sem lýsir honum og greinir hann frá öörum kvill-
um, er J. V. Heine (1840) og lýsir hann aðallega lömunum þeim, sem
sjúkd. fylgja. Þá hagar veikin sér svo, aö einstök tilfelli eru dreifö yfir
stór svæöi og ómögulegt aö finna samband milli þeirra, en á síðari árum,
einkum eftir síðustu aldamót, fer sjúkd. aö breiöast víöar út, og hagar
sér sem f a r s ó 11, þannig, aö fjöldi barna sýkist. í Svíþjóö sá einn lækn-
ir, árið 1905, 1000 sjúkl. I Noregi gekk sóttin 1905—1906. I Bandaríkjun-
um álitu læknar að sýkst hafi 20,000 börn á árunum 1908—1911. Af breyt-
ingum þeim, sem finnast í líkum barna, er deyja úr mænusótt, og út-
breiðsluhætti veikinnar, varö þaö brátt ljóst, aö sjúkdómurinn hlyti að
stafa af sérstakri sóttkveikjutegund. (Struempell, Medin, Wickmann.) Öll
þekking á sjúkdómsorsökinni var þó á huldu, unz Landsteiner og
Popper tókst aö sýkja apa með því, aö spýta heila og mænumauki úr
barni, sem dáið haföi úr sóttinni, inn í kviðarhol apanna. Þeir sýktust eft-
ir 6—12 daga, og sjúkd. líktist í öllum verulegum atriðum fullkomlega
veikinni á mönnum. Þetta var 1909, og síöan hefir runnið óslitinn straum-
ur af ritgerðum um sjúkd. þennan og orsakir hans frá læknum og vísinda-
mönnnm (Helztu rithöf. eru Flexner í Bandaríkjunum, Landsteiner
og Levaditi í Frakklandi, Römer og E. Mueller á Þýskalandi.)
Þeir hafa sannaö, aö sjúkdómsorsökin er sérstök sóttkveikja. Þannig hefir
tekist meö einni innspýtingu aö sýkja hvern apann af öörum jafnvel 24
apa í einni tilraun. Þetta er full sönnun fyrir því, aö um lifandi smáveru
er að ræða, sem þróast og æxlast í öpunum.
Sóttkveikjan. Sóttkveikjan finst aðallega í heila og mænu dýranna,
sjaldan eöa aldrei í mænuvökvanum. í blóðinu finst hún sjaldan. Apar
sýkjast ekki, þó miklu af blóði frá mænusóttarveikum öpum sé spýtt inn