Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ IX ------„Vænt þótti mér um erindi yðar til íslensku læknanna um stofn- un læknablaSs. — ■— Eg þakka Reykjavíkurlæknum fyrir þá fram- kvæmdarsemi og manntak, aS reyna að brjóta ísinn og koma þessu nau'S- synjamáli í framkvæmd." ------„Eg gladdist mikillega yfir þessum fréttum. Mér hefir fundist þaS varla vansalaust aS ekkert læknablaS skuli koma út á íslandi, eins og þaS er þó nauSsynlegt. — ÞingiS ætti aS styrkja slíkt blaS. ÞaS getur orSiS stór liSur i sóttvörnum landsins.“ ------„BlessaSir byrjiö þiS, svo aS logniS detti ekki á fyr en ykkur varir.“ Þetta ætti aS nægja til þess aS sýna hversu „hljóSiS er i strokknum", aS minsta kosti til aS byrja meS. Fréttir frá læknum. Eins og sjá má á bréfi landlæknis hér aS framan, hefir hann góSfúslega tekiS aS sér, aS semja fyrst um sinn fréttabálk handa blaSinu. Vér vonum aS læknar bregSist allir vel viS þeim tilmæl- um, aS senda honum sem beztar og fullkomnastar fréttir um heilbrigSis- mál á mánuSi hverjum. ÞaS þarf ckki aS taka þaS fram, aS Lbl. stendur eSa fellur meS heilbrigSisfréttunuiry. AS' sjálfsögSu ræSur landlæki\ir öllu um fyrirkomulag fréttanna, frá hverju er skýrt og hverju ekki. Úr þvi þetta skipaSist á þennan veg, fellur aS sjálfsögSu burtu eySublaS þaS, sem getiS var um í bréfi til lækna. Læknar eru beSnir aS virSa þaS á betri veg, aS fréttir verSa fáar í fyrstu blöSunum. ÞaS tekur tíma aS koma föstu lagi á þær, en lækna- félagiS afréS aS byrja strax á útgáfu blaSsins, þó ekki væri fyrirfram búiS aS afla frétta frá læknum. MeS tímanum ætti þetta aS lagast. Greinar í blaðið. Þótt ritstjórn Lbl. hafi ekki þoraS aS gera blaSiS fyrst um sinn stærra en eina örk á mánuSi, þá rúmar þaS furSumikiS mál, vegna þess hve letriS er drjúgt og brotiS stórt. Vér vonumst því eftir aS geta tekiS töluvert af greinum frá héraSslæknum, og treystum því aS þeir láti ekki sitt eftir liggja. Ef margir leggja nokkuS til, hvort heldur sem snertir stétt vora eSa fræSigrein, verSur blaSiS betra og fjölskrúS- ugra, auk þess sem ritstjórninni verSur starfiS fljótlega leitt, ef allir láta sig þaS litlu skifta. BlaSiS fer ekki víSa, og alt þaS, sem erindi á til lækna, er velkomiS, ekki síst þaS sem liklegt er aS komi aS notum viS daglegu störfin. Mál og letur. Ganga má aS því vísu, aS íslenskumönnum þyki ilt mál á ýmsu, er blaSiS flytur. Læknar hafa vanist á aS nota útlend nöfn á flestu og lesiS aSeins útlendar bækur í sinni fræSigrein. Þetta veldur því, aS máliS vill verSa blandiS, er rita skal um þessi efni. Lifi blaSiS lengi, mun þaS sannast aS máliS batnar. Galdravél sú, sem blaSiS er sett meS (letursteypuvél), hefir ekki suma útlenda stafi t. d. u meS punktum yfir. í staS þess varð aS nota ue, og veldur þaS vonandi ekki misskilningi. Borgun blaðsins. Svo er ætlast til, aS blaSiS sé borgaS fyrirfram (io kr. árg.). Tvö blöð verða send meS febrúarpósti til allra lækna og vænt- um vér borgunar fyrir árganginn meS næsta pósti á eftir. Þess verSur getiS i blaSinu hverjir borga. G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.