Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 18
12 LÆKNABLAÐIÐ Heilsufar. Helztu fréttir úr héruðum. Mænusótt (polyom. ant.). í haust sem leiö veiktust 4 börn á A k u r- e y r i, sitt á hverju heimili, 1 í nóv., 3 í des., það síSasta 11 des. Ekk- ert rekjanlegt samband milli sjúklinganna. Til vonar og vara höfS sam- gönguvarúS viS þessi heimili og sótthreinsun eftir á. Veikin reyndist væg, börnin öll i afturbata. Veikinnar varS ekki vart eftir 11. des.. Snemma i janúar veiktist ungbarn liér í R e y k j a v í k, tók sótthita og varS máttlaust í öSrum handlegg. Var fariS eins meS þaS heimili. Því barni heilsaSist vel; heimiliS var sótthreinsaS eftir þriggja vikna sam- gönguvarúS. BarniS er a 1 b a t a. Ekkert liefir fundist til skýringar á uppruna þessara tilfella. Ekkert frekar orSiS vart viS veikina. Land- læknir hefir ráSgast viS héraSslæknana i Reykjavík og Akureyri um nána aSgæzlu á veikinni, ef hennar kynni aS verSa vart á ný. Sbr. grein Jóns H. SigurSssonar. Er nú fyrir alla lækna aS gefa gætur aS henni. Skarlatssótt gerir stöSugt vart viS sig hingaS og þangaS en er nú alstaSar svo væg, aS læknar geta ekki hönd á fest. Rétt nýlega varS héraSslæknirinn í H ó 1 m a v í k var viS 1 sjúkling meS skarlatssótt og komst þá aS því, aS hún hafSi gengiS á ýmsum öSrum heimilum í hér- aSinu aS undanförnu, en svo væg, aS fólk grunaSi ekki neitt og vitjaSi ekki læknis. Fyrir fáum dögum kom alveg þaS sama fyrir i S k i p a- skagahéraSi; læknir rakst á einn sjúkling og frétti þ á fyrst til veikinnar víSar. ÁSur í vetur fór á sömu leiS i HofsóshéraSi. Al- staSar sama sagan: veikin mjög væg, útbrotin oftast lítil, hverfa fljótt, lítil hreistrun, fólk grunar ekki aS þetta geti veriS skarlatssótt, fyr en einhver veikist svo, aS þörf þykir á læknishjálp. Undanfarin ár hefir stöSugt veriS beitt samskonar vörnum viS skarlatssótt, sem viS tauga- veiki. SamgönguvarúS og sótthreinsun eftir á. Margoft hefir héraSslækn- um tekist á þann hátt aS stöSva veikina. En „þegar hún er svona væg, þá geturn viS ekki ráSiS viS hana“, segja þeir, — og segja þaS satt. Land- læknir hefir þá jafnan faliS þeim, aS haga sér eftir kringumstæöum, beita fullri varúS, ef veikin er átakanleg, en varast hugsunarlausan og gagns- lausan tilkostnaS t. d. sótthreinsanir á fjölda heimila, þar sem þeim vitn- ast aS veikin kunni aS hafa gert vart viS sig, en löngu um garS gengin. ÞaS hefir komiS fyrir aS b a r n a v e i k i hefir gengiS á sama hátt úr greipum lækna, af því aS hún hefir yfirleitt veriS svo væg, aS alþýSu manna hefir „ekki dottiS í hug, að þetta væri annaS en kverkaskítur." G. B. SíSan þetta var ritaS hefir þaS frézt (6. febr.) aS mænusótt hafi gert vart viS sig á 2 bæjum í SvarfaSardalshéraSi (ÓlafsfirSi og Árskógsströnd). Ekkert kunnugt um þaS, livaSan veikin er komin eSa hvernig hún hefir fluzt. Sömu sóttvörnum beitt og fyr er greint.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.