Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 6. Meö þeim fæst hreyfing í liöi, sem sjúkd. þegar hefir gert aö staur- liöum og engin önnur meðferö gæti gert hreyfanlega. 7. Læknar um leið alla okkulta foci og er þannig sú eina profylaktiska meöferö, sem enn þekkist viö berklaveiki. Hjúkrunarmáliö. Mér hefir þótt fróölegt aö lesa innlegg fjögurra kollega um þaö mál. Af því eg hef sjálfur margt um það hugsað skal eg fara um þaö nokkrum orðum. Vér megum til að fá hjúkrunarkonur um land alt! Auk hæfra hjúkrunar- kvenna handa sjúkrahúsum og sjúkraskýlum þurfum viö að hafa margar hjúkrunarkonur í kaupstöðum líkt og farið er að tiökast i Reykjavík og á Akureyri, og að minsta kosti eina hjúkrunarkonu í hverri sókn á landinu. En eins og Ól. Lárusson réttilega tekur fram, þá fáum vér ekki þessu framgengt ef vér heimtum margra ára undirbúningsmentun, t. d. 3 ára nám eins og heimtað er í Danmörku og próf. Eg kannast sjálfur við öröug- leikana sem Ól. Lár. minnist á, aö útvega hjúkrunarkonu handa spítal- anum. Þær veröa ekki gripnar upp af götunni og fjárhagurinn leyfir ekki að seilast til útlanda eftir hjúkrunarkonum sem kosta 4—500 kr. á ári. En í rauninni finst mér annað veifið þetta vera okkur sjálfum læknum að kenna. LFndanrenningar-vorkunnsemi viö spítalastjórnir, bæi, sýslur og landsjóð. Til hvers verður fé betur variö en til aö hjúkra sjúklingum? Hann er öldungis ófyrirgefanlegur sá nánasarskapur, sem á sér stað hjá þinginu gagnvart sjúkrahúsum landsins! 3000 kr. til útbýtingar milli allra sjúkra- húsa og sjúkraskýla ! — 30,000 krónur væri sanngjarnt og bætum 1 framan viö þegar landspítalinn kemur. Þaö er enginn efi á að landspítali á langt i land meöan þingmenn ekki skilja aö sjúkrahús þurfi á neinum styrk að halda. Eg játa það að bæir og sýslur gætu styrkt sín sjúkrahús betur en nú gerist, en landsjóður verður að ganga á undan meö góðu eftirdæmi. Viö sjúkrahúsið hér á Akureyri hefi eg og fyrirrennari minn próf. Guðm. Hannesson til þessa orðið aö láta okkur nægja með að eins hálflærðar og ólærðar hjúkrunarkonur. Þetta hefir ]ió blessast furöu vel. Viö höfum kent þeim sjálfir. Sumar stúlkur geta lært hjúkrunarstörf á örstuttum tíma og oröiö hinar allra beztu. Til starfsins útheimtist sem sé fyrst og fremst meöfædd til- hneiging. Skynsöm stúlka, þrifin, vönduö og reglusöm þarf ekki lengi aö dvelja í sjúkrahúsi og kynnast þar daglegum störfum til að geta gert fult gagn og mest lærir hún síðan á því að taka sjálf við ábyrgöinni. Öld- ungis eins og meö okkur lækna. Hjúkrunarkonulaunin voru þegar eg kom hingað 150 kr. Smámsaman hef eg fengiö þokaö þeim upp í 250 kr. Fyrir þaö kaup fæst engin útlærð hjúkrunarkona og höfum vér því tekið ólæröar stúlkur, en eg hefi heimtað að þær væru mánaðartíma viö sjúkrahúsiö til aö kynnast starfinu áður en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.