Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ _________________________I# eg kem þessu í verk læt eg ósagt, en eg hef góöan vilja á því, hvernig sem það nú tekst. Eg vil aö endingu ekki gera neinar tillögur í málinu, heldur styöja til- lögur þær, sem Ól. Lárusson hefir komiö meö í júníblaðinu þ. á., aö því viöbættu, aö eg vil hvetja þá kollega, sem hafa sjúkrahús líkt og eg, a'5 veita þar aðgang stúlkum, sem vilja læra sjúkrahjúkrun. En eg veit vel og hefi sjálfur oft fundið til þess, aö viö læknar erum ófullnægjandi kennarar fyrir hjúkrunarkonur. Ef vel á aö vera, þarf viö hvern spitala aö vera yfirhjúkrunarkona, vel lærö og æfö, sem gæti kent hjúkrunarnemum bæöi til munns og handa. Tilsögn hjá læknum gæti verið góö þar að auki. Og þannig veröur þaö í framtíöinni. En „est quodam prodire tenus, si non datur ultra“. Akureyri, 27. júlí 1916. Steingr. Matthíasson. Taugaveiki. í síðasta Lbl. skrifar próf. Guöm. Hannesson um varnir gegn tauga- veiki. Segir hann þar meðal annars aö Stefán Jónsson læknir (sem aö líkindum tekur við dócentsembætti í bakteriologia o. fl. nú um áramótin) muni geta feröast um á sumrum til aö kenna læknum aö finna og rann- saka taugaveikissóttkveikju o. s. frv. Þetta er nú víst alveg ógjörningur, slikt lærist ekki á nokkurra daga „námsskeiöi“. Til þessháttar rannsókna þarf umbúnað og tæki, sem héraöslæknar hvorki hafa ráö á aö afla sér, né þekkingu til aö nota. Þótt ekki verði neitt úr þessu kensluferðalagi Stefáns, þá bíöur hans samt verk viökomandi taugaveikis-vörnum, sem hann ætti aö geta leyst af hendi næsta sumar, og bráö nauösyn er á aö ekki dragist mikiö lengur. Verkiö er þaö, aö finna hver er fóstri taugaveikissóttkveikjunnar í Skálholti í Biskupstungum. Um síöastliöin aldamót fluttist Skúli læknir búferlum frá Kópsvatni í Hrunamannahreppi aö Skálholti. Skömmu áöur haföi margt fólk legið í taugaveiki á Kópsvatni, en allir voru þeir heilbrigöir, sem aö Skálholti fluttu; þó hefir taugaveikin legiö þar viö síöan. Árlega hafa einn eða fleiri sýkst þar á bænum (oftast hefir það veriö aðkomufólk — verka- fólk og ferðafólk — sem sýkst hefir). Veikin hefir yfirleitt lagst þungt á, sumt hefir dáiö. 1 sveitinni hefir boriö meir á taugaveiki þessi árin en í nágranna- sveitum, og venjulega veriö hægt að rekja sporin aö Skálholti. í sumar hefir taugaveiki verið á þremur bæjum í Tungunum og 12 manns veikst, þar af tveir dáið, ungir bændur báöir. Sá, sem fyrst veikt- ist, bóndinn á Brú, haföi komið að Skálholti c. J-2 mánuöi áður en hann veiktist. Frá Brú álíta menn að veikin hafi borist á hina tvo bæina. Hér í Reykjavík veröum við árlega, eöa fast að því, varir viö tauga- veikissjúklinga, sem aö likindum hafa smitast í Skálhölti, þeir eiga

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.