Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 14
LÆKN ABLAÐIÐ 156 þær tækju þaö aö sér. Og þetta hefir gengiö vel og sturidum ágætlega, alt eftir þvi hve stúlkurnar hafa veriö náttúraöar fyrir starfiö. Eg sagöi áöur aö viö þyrftum aö fá hjúkrunarkonur í hverja sókn á landinu. Og eg endurtek þaö. Þaö hafa aörir sagt þaö á undan mér. Bæöi hefir ungfrú Ingibjörg Ólafsson ritaö snjalt um þaö bæöi i Kirkjublaöinu pg öðrum blööum og síra Geir vígslubiskup á heiöur skilinn fyrir aö hafa flutt erindi um það á prestafundi á Hólum i hitteðfyrra, og lét hann þess getið um leiö eftir mér, aö ungum stúlkum, er kynnast vildu hjúkrunar- störfum, stæöi til boða aö vera 2—3 mánuöi við sjúkrahúsiö á Akureyri. Prestunum leizt vel á þetta mál, en einkum geröist síra Þorsteinn Briem stuðningsmaöur þess bæöi í ræöu og riti, og hann og kona hans urðu fyrst til að stofna hjúkrunarfélag í sínu prestakalli. Seinna hefir prestsfrúin á Melstaö stofnað svipaö hjúkrunarfélag þar vestra og nýlega er stofnaö hjúkrunarfélag í Saurbæjarhreppi og annaö úti í Svarfaðardal. Og öll þessi félög fara eins aö. Þau ráða sér efnilega stúlku, senda hana hingað til sjúkrahússins 2—3 mánuði, kosta fæöi hennar, en fyrir kensluna hefir ekkert veriö borgaö. Þetta viröist gefast vel, og mundi þó gefast enn betur ef eg heföi tíma til aö kenna þeim eins og eg vildi. Eg hef heimtað af þeim aö þær læsu Heilsufræði mína og Sóttvarnarbókina, en annars miölaö þeim á hlaupum ýmsum fróöleik viö daglegu störfin á spítalanum. — Á starf þeirra úti er lítil reynsla komin enn, en þó svo mikil að þáö lofar góöu. Hjúkrunarkonan í Hrafnagilshreppi hefur t. d. starfaö nú í rúmt ár og unnið mikiö gagn og verið rifist um aö fá hana á heimi'li þar sem sjúkdómar hafa gengiö. Þessi hliö málsins, hjúkrunarkonur til sveita, fær ekki byr undir vængi fyr en læknar veita þvi liösinni og hjálpa prestunum til aö stofua hjúkr- unarfélög. Og læknarnir geta miklu fremur en prestarnir stuölaö til þess. Hjúkrunarfélögin, sem eg gat um, lifa sumpart á árlegum iögjöldum félagsmanna en sumpart á frjálsum gjöfum og því sem inn kemur fyrir skemtisamkomur. Hjúkrunarkonan fær fast kaup, 100—150 kr. á ári, og fæöi þar sem hún hjúkrar, en má vinna sína vinnu þann tíma sem húri ekki stundar sjúka. Hins vegar tekur félagiö 1 kr. á dag fyrir hjúkrunina á heimilunum. Venjuleg hjúkrunaráhöld leggur félagiö henni til, svo sem stólpípu, vaxdúk, baksturspoka, leguhringi, og jafnvel járnrúm meö fjaðra- botni o. fl. Eg veit vel að margt er enn ábótavant í þessu efni og langt frá því að eg telji lijúkrunarkonur meö ekki meiri undirbúningsmentun fullnægjandi. En á þessu stigi málsns er þó þetta mkil framför frá því sem veriö hefir. Þaö er ári hart aö enginn skuli t. d. kunna aö setja sjúkling stólpípu nema yfirsetukonan, og bókstaflega enginn í öllu bygðarlaginu, sem kann að gera heitan bakstur. Og þreytandi getur þaö verið fyrir lækni aö þurfa að fara hverja ferðina á fætur annari, langa leiöir til aö gefa sárþjáöum cancer- sjúklingi morfínsprautu eöa þurfa aö neita lionum um þá fögru guösgjöf morfínið, vegna þess aö enginn nema hann sjálfur kann eða þorir aö stinga sjúklingi það svefnþorn. Viö aö segja þessum stúlkum til, sem viö sjúkrahúsiö hafa dvaliö, hefur mér smámsaman orðiö ljóst hvaö helzt þurfi aö kenna og innræta hjúkr- unarkonum. Hefi eg því veriö aö velta fyrir mér aö skrifa dálitla bók um hjúkrun sjúkra til notkunar fyrir hjúkrunarnema og jafnvel alþýöu. Hvort

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.