Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐIÐ 158 allir sammerkt í því, a'8 veikin legst þyngra á þá, en innanbæjartauga- veiki hér venjulega gerir. Læknirinn í Skálholti hefir gert alt sem í hans valdi hefir staöiS til þess aö útrýma veikinni. Hann hefir byrgt brunna, gert vatnsveitu, málaö öll hús, sent föt og sængur til sótthreinsunar hingaö til Reykjavikur o. s. frv., en alt komiö fyrir ekki. Þetta bendir því til þess aö einhver þar á heimilinu, sem heilbrigöur er, fóstri sóttkveikjuna meö sér, og þá sennlega einhver þeirra, sem í upp- hafi fluttist frá Kópsvatni aö Skálholti. Hver þaö er, á Stefán aö finna, og efast eg ekki um aö honum takist þaö. Þetta hefir þegar dregist alt of lengi, eölilegast hefði verið, að fenginn hefði verið hæfur maður til að rannsaka það, undir eins og sást, að sótthreinsunarráðstafanir Skúla læknis komu ekki að haldi. Kostnaður hefði náttúrlega oröið töluveröur við það, en smávægilegur samt í samanburði viö það gagn, sem af því gat orðið. Þegar Stefán kernur heint, veröur því að fá hann til aö gera þetta svo fljótt sem honum er mögulegt aö koma því við. M. K. * Vikarar. í tilefni af smágrein eftir M. E. í júníblaðinu, bls. 104, skal það tekið fram til skýringar, aö þegar kaupgjald til vikars þess, sem þar er um rætt, er athugað, verður aö gæta þess, að hann var ráðinn til tiltölulega stutts tíma og fékk enga borgun fyrir ferðir né kaup meöan á þeim stóð, en héraðið langt frá Rvík og tekjurýrt. Enn fremur þauð hann, þegar reikn- ngar voru gerðir upp, aö falla frá kröfu um þessi 10 pct. af meðalasölu aö mestu, enda mikill partur seldra meöala óinnheimtur. — Svo er dýr- tíðin, allir heimta og allir þurfa að fá tekjur sínar hækkaðar, með því að helmingi dýrara er nú að lifa en áöur var. Hvað vikarana snertir, mun því aö líkindum sanni nær að þeir séu ekki ofhaldnir af svipuðum tekjum og umræöir í téðri grein, ef langt er að fara og ferðir kostaöar af þeim sjálfum. Þó álít eg að ekki geti komið til tals, aö læknar borgi þessi 10 pct. af meöalasölunni. Eins og meðala- kaupum lækna er háttað, ber meðalasala þeirra sig víst naumast þegar tillit er tekið til alls, |iess vegna ekkert af þeim legg að skafa'. En á hinn bóginn er það rétt hjá M. E., að það er enginn hægðarleikur fyrir lækna að greiöa þennan skatt fyrir aö létta sér upp og þá aðallega um að kenna hinum afarbágbornu kjörum, sem þeir eiga flestir viö að lnia, og í þessu tilliti verða þeir haröast úti, sem lengst eru frá Reykja- vík. Eins og M. E. heldur fram, er læknum mjög nauðsynlegt að hvíla sig og ferðast eitthvað viö og við, og væri því brýn þörf á þvi að gera þeim léttara fyrir með að fá mann í staðinn sinn. Læknafjelag íslands þarf að stofna sem fyrst og hefir væntanleg stjórn þess mikilsvert verkefni, þ. e. áð útvega vikara fyrir hæfilegt verð — fastur taxti líklege heppilegur, svo læknum væri alt af ljóst, hvaö fríið kostaöi, en taxti þessi þyrfti að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.