Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 8
54 LÆKNABLAÐIÐ Fimmtíu sullaveikissjúklingar. Eftir G. Magnússon. Ef til vill rekur suma lesendur Læknablaösins minni til, aö eg skrifaöi ritgerö* * um þá sullasjúklinga, sem eg hafði fengist viö skurðlækningu á, frá því eg tók að stunda lækningar, 1892, fram í aprílmánuð 1912, alls 169. Síðan hefi eg fengist við skurðlækningar á 50 sullasjúklingum, og eru 5 þeirra að visu gamlir, þ. e. eg hafði áður fengist við þá, og getið þeirra : ritgerðinni, en þessir sjúklingar hafa leitað mín að nýju. Hinir 45 eru nýjir, höfðu ekki leitað mín áður. Eg hefi tekið mig til, að líta yfir sjúkrasögur þessara sjúklinga, af þvi mér fanst það ekki eiga illa við á þessum tugamótum, þeim mun freniur sem eg býst við, ýrnsra hluta vegna, að eg bæti ekki mörgum við töluna hér eftir. Það er sannast að segja, að eg hygg ekki að þessar 50 sjúkrasögur færi lesendunum mikla nýja visku. Mér virðast þær ekki breyta í neinu veru- legu þeirri mynd, sem við gerum okkur af sullaveikinni á íslandi, og því síður gefa þær átyllu til að ráðleggja aðra meðferð, en tíðkast hefir nú um stund, og sem eg hefi leitast við áður að gera grein fyrir.* Samt virð- ist mér rétt að bjóða Læknablaðinu stuttan útdrátt úr þessum sjúkrasög- um, þar sem hér er um þjóðlegan sjúkdóm og íslenska læknareynslu að ræða, meira að segja eins og sama læknis. Eg hefi tekið það ráð, að gera útdráttinn í töfluformi, eins og í þýsku ritgerðinni, og vísa þá svigatöl- urnar í númerin í henni, eru framhald af þeim. En á undan þessu ágripi vildi eg minnast á 3 atriði. Snertir eitt snýkju- dýrið, annað almenning, þriðja sjúklingana. 1. Eg hefi tekið eftir því, bæði við skurðlækningar og krufningar, að tiltölulega oft vantar sullamóðurina, þegar um gamla sulli er að ræða, með sullungum innan i. Þegar eg skrifaði ofannefnda ritgerð, hafði eg ekki veitt þessu eftirtekt, að minsta kosti er þess óvíða getið í gömlu sjúkrasögunum. Eg hefi væntanlega, eins og flestir gera, talið það sjálf- sagt, að utan um holið með sullungunum væri æfinlega sullamóðir, og væri hún ekki utan um það, t. d. dauð, væri hennar að leita í botninum á holinu í hrúgu, enda erfitt, ef opið er lítið, t. d. við Vblkmann’s-aðferö — en hana notaði eg lengi vel framan af — að sannfæra sig um, hvernig sullamóðurinni sé varið, hvort hún sé heilleg, í slitrum eða ef til vill vanti. Sé opið stærra, verður alt þetta auðveldara, og eftir því sem aldur hefir færst yfir mig, hefi eg farið að gera opin stærri, einkum siðan eg fór að nota skeið til þess að tæma holið, en það hefi eg nijög oft gert í seinni tíð og gefist vel. En aðalhvötin til þess að athuga þetta, held eg séu bend- ingar frá D é v é, sem svo marga fræðslu hefir veitt mér og öðrum uni eðli sulla. Þykist eg nú sannfærður um, að olftast, þiegar um s u 1 lú n g a er að ræða innan x s u 11 h o lfi n u, sé sulía- m ó ð i r i n v e i k 1 u ð e ð a dauð o g v e n j! u lej gí a e k k i í h e i 1 u lagi, oft ekki nema slindrur eftir af henni, og stu,nd- * 214 Echinokokkusoperationen Langenbech’s Archiv fur klin. Chir. Bd. 100 H. 2. * Om Behandl. af interne Ekinokokker. Hosp. Tid. 1914. Nr. 9—10.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.