Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 57 óskorinn, úr ööruin sjúkdómi, og post mortem sást ekkert kalk, þótt sullurinn væri svona gamall. Hitt tel eg líklegri skýringu, að svona fáir ungir sullir hafi lent hjá mjer á þessu tímabili af því aS veikin sé i mikilli rénun hér á landi, svo að síðari árin sýkist í raun réttri tiltölulega miklu færri en áður; þessa sulli, sem eg hefi átt við á þessu tímabili, hafa sjúklingarnir flestir geng- ið með tugum ára saman. Af þeim mörgu sullurn, sem mynduSust fyrir t. d. 30 árum, voru margir skornir ungir, eins og eldri sjúkrasögum- ar sýna, en nokkrir knúðu ekki sjúklingana til læknis fyr en þeir voru orSnir gamlir, og innan skams mun einnig sjúklingunum meS gamla sulli fækka. Hinu vil eg alls ekki neita, að þar sem fátt er um lækna og erfitt aS ná til þeirra, eins og hér er víSa enn, má búast viS, aS sjúklingar fresti því fremur aS leita læknis, en þar sem þeir eru svo aS kalla á hverju strái. Yfirleitt hygg eg, aS íslendingar séu harSgerSir og ekki uppnæm- ir viS hvern verkjastinginn, og má vera, aS það sé nokkru um valdandi um það, hve margir sullasjúklingar koma seint á skurSarborSið. Þá er eitt enn. Jafnvel þótt sjúklingur leiti læknis áSur en sullurinn er orSinn gamall, er ekki víst, aS læknir þekki veikina. ÞaS er ekkert áblaupaverk oft og einatt. Vott þess má meSal annars sjá af því, aS í 2 þeim sjúklingum, sem hér ræSir um, og sem dóu eftir sullaskurSi, fund- ust post mortem fleiri sullir en þeir, sem vart hafSi orSiS. Þeir höfðu ekki einu sinni fundist um leiS og skoriS var. Og ekki skulum viS treysta því, aS RöntgenskoSun veiti okkur mikinn styrk í þessu efni. SiSan eg átti kost á henni, hefi eg iSulega reynt hana, til þess aS sjá, hvernig hún gæfist, og aS eins einu sinni hefir myndin sýnt sull, sein ekki vitnaSist um á annan hátt, enda var belgurinn þar sýnilega mikið kalkaður. Ef svo er ekki, gefa sullir í lifrinni enga skugga, og upp á viS sjást takmörk þeirra engu betur en meS percussio. ÖSru máli er aS gegna um lungnasulli. Þeir kasta skugga á Röntgenmynd, og þar má vænta gagns aS RöntgenskoSun. En þaS er auSvitaS, aS þeim mun erfiðara sem það getur veriS að þekkja sullaveiki, þeim mun meira verSum viS læknarnir að vanda okk- ur viS rannsóknina, því aS á þvi er enginn efi, aS horfur fyrir skurS- lækningu eru stórum betri á ungum sullum en gömlum, og um þetta verða læknar aS fræSa fólk. 3. SullaSgerSirnar á þessum 50 sjúklingum voru sem hér segir: Dilatatio fistulae et excochleatio calcis .. ^............. 1 Echinococcotomia simplex (ext.) ........................... 1 — — ad modum Thornton-Bobrow 1 — abdominalis ............................... 6 — rectalis .................................. 1 — transpleuralis ............................ 5 Hemithyreoidektomia ....................................... 1 Laparotomia explorativa abdominalis ....................... 1 — — transpleuralis ..................... 1 Flyt 18

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.