Læknablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
73
(Framh. frá bls. 53.)
T766 og varS síðan læknir NorSanlands. Alls kendi hann 11 nemendum,
en ekki luku þeir allir námi. Einkennilegt er, aS kenslutíminn var 5—8
ár og erum vér ekki kröfuharSari nú. Aftur vildu biskupar láta hann
kenna prestaefnum 1—2 ár og gera prestana aS læknum. Bjarni afsagði
þaS, vildi koma upp vel lærSum læknum en ekki skottulæknum!
Næst lá þá fyrir hendi, aS koma sér upp húsnæSi á ábúSar-
iörS sinni, Nesi á Seltjarnarnesi. Hann bygSi þar ramgert og snoturt
steinbús, sem stendur enn sem traustur minnisvarSi. Mun enginn læknir
hafa bygt svo myndarlega síSan, þó auSveldara hafi þaS veriS en þá
gerSist, enda lagSi konungur fé til byggingarinnar.
Á þriSja verki byrjaSi hann áriS eftir aS hann varS landlæknir: aS
k o m a u p p y f i r s e t u k o n u m og útvega þeim nokkur laun. Fyrsta
yfirsetukonan var dönsk (1761, „Margrét Katrin, æru- og frómleikskona
sú mesta“), 15 ljósmæSrum kendi hann sjálfur, en nokkrum lét hann
aSra lækna kenna.
FjórSa áformiS var, aS fá hér bygSan landsspítala; barSist
lengi fyrir því, en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar",
segir í æfisögu hans*
Eflaust liefir Bjarni haft öll þessi verkefni í huga, er hann kom til
landsins. Hann byrjar á þeim öllum óSar en hann tekur viS embættinu.
En úr því bætfcist ekkert v i S. ■— Þegar hingaS kom tók
viS stritiS, löng ferSalög, mótspyrna frá ýmsum hliSum, búskaparum-
stang og — örbyrgS. Ofan á þetta bættist, á seinni árunum, alvarlegur
heilsubrestur, taugaverkir og megn slagaveiki. Eflaust hefir hann fundiS
sárt til allrar hnignunarinnar. ÞaS hefir liklega átt góSan þátt í því, aS
hann fór snemma aS halla sér aS flöskunni. Hann hefir reynt aS gleyma
vonbrigSum og veikindum yfir víninu.
HvaS sem þessu leiS, þá vann hann og ferSaSist meS mestu harSfylgni
meSan hann gat á fótum staSiS. Hann útrýmdi sárasóttinni í Rvík og ferS-
aSist 1775 til EyjafjarSar, til þess aS bæla niSur syphilis, sem þar hafSi
gosið upp. Segir í æfisögu hans, aS „trautt héldi honum veSur, sjór eSa
úrtölur, er hans var vitjaS til veikra.“ Sjálfur taldi hann þaS „lítil barna-
brek fyrir velklædda menn og óhindraSa, aS liggja úti í skjóli og nóg-
um snjó.“
HvaSa rækt B. lagSi viS sjúkl. sína, sést best á því, aS hann fékk þeim
nákvæmar skrifaSar reglur, eigi aS eins um notkun lyfja, heldur
hvaSa áhrifa hann vænti af hverju, hvaS gera skyldi, ef þaS og þaS kæmi
fyrir o. s. frv. LagSi hann ríkt á viS þá, aS skýra sér frá því, hversu alt
hefSi gengiS, og skrifaSi síSan í bækur sínar alt, sem hann taldi mark-
vert. Gladdist hann stórlega, þegar vel gekk og ráSin komu aS haldi.
Þessar handlæknisaSgerSir vita menn aS B. hafi gert: „Trepanatio
cranii, tracheoraphia, exstirpatio cancri faciei, amput. mammae, castratio.
extirpat. polypi uteri, sectio (sic) anevrysmat., amputat. extremit." o. fl.
Bjarni var trúmaSur og tilfinninga. ÞaS var siSur hans, er hann kom
* Æfisaga Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson Leirárg. 1800. Hér er að
mestu farið eftir henni.