Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 8
i66 LÆKNABLAÐIÐ skoöu'fi vandlega. Viö fyrstu skoöun er annaö foreldri barnsins látiö vera við, en annars gefa skriflegar upplýsingar um heilsufar þess. Öll börn í 2., 3., 5. og 6. bekk eru vegin og mæld (ber, þegar baöaö er) eitt sinn á ári. Með heilsulitlum börnum er haft sérstakt, strangara eftirlit. Þá skal og skólalæknir vera 1 klst. á viku í skólanum, svo aö vísa megi til hans börnum, sem kennurum þvkir ástæða til. Hann gerir þá og viö ýmis- lega kvilla, ef þess er óskað, þó eiginlega fáist hann ekki viö að lækna börnin. Þeim börnum, sem læknishjálp þurfa, gefur hann annars miöa um hvað að þeim gangi og hvert þau skuli snúa sér. S k ó 1 a h j ú k r- unarstúlkan athugar, hvort ráðum læknis er fylgt, og heimsækir foreldrana, ef þess gerist þörf. Skólalæknir hefir að öðru leyti eftirlit með öllum heilbrigöismálum skólans og gefur árlega skýrslu í ákveðnu formi, um starf sitt og heilbrigðisástandið undanfarið ár. Heilbrigðisblööin eru tvö blöö úr sterkum pappír brotin saman (4 bls.). Á fyrstu bls. er rannsóknarskema fyrir 1. og 2. skoðun (1. og 4. bekkur). Auk nafns og aldurs barnsins og skoðunardags. er þar spurt um: Hold, húðlit, likamsvöxt (bygging), limaburð (holdning, hryggskekkju), þrifn- aö, augu, eyru, nef, munn (tennur), kok, málfæri, bólgna hálseitla og (ef ástæða þykir til) lungu, hjarta, önnur liffæri. — Á 2. bls. eru upplýs- ingar foreldra um heilsufar, hæð og þyngd barnsins á hverju ári. — Á 3. bls. eru smámsaman skrifaöar athugasemdir við heilsufar barnsins á skólaárunum. — Á 4. bls. eru skrifaöar leiðbeiningar og upplýsingar handa kennaranum. Sjón, eyrna- og nefsjúkdóma rannsakar skólalæknir aö eins lausl. og vísar annars til sérfræðinga. Ein hjúkrunarstúlka er látin nægja 3 skólum. Meðal annars lítur hún eftir hári barna og læknar lús (i skólunum). —Handa berkla- og eitla- veikum börnum hefir bærinn útivistarskóla (friluftsskole). Er þar kent undir beru lofti, óg börnin að mestu úti vetur og sumar. Þá hefir og bærinn sérstaka kenslu fyrir börn með mállýti (stam o. fl.). Viö þetta bætist, að nú á að koma á fót miklum tannlækningastofum fyrir öll skólabörn. Veröur strangt eftirlit meö, aö tönnum barnanna sé haldiö hreinum og gert ókeypis við þær sem skemmast. Ætlast er til, aö ríkið styrki þetta að góðum mun (yfir 1 mill. kr. fyrir alt rikiö). Fyrir alt eftirlitiö borgar hvert barn 1 kr. á ári. í Noregi ræöur yfirskólalæknirinn mestu um alt skipulag, og er nú veriö aö setja nýjar reglur um alt eftirlitið í Kristjaníu. Börnin eru skoðuö vegin og mæld, er þau koma í skólann, og 2 mánuðum síöar ber skóla- læknirinn sig saman viö alla kennarana um heilsufar barnanna, leitar þannig eftir nýjum upplýsingum. Eina klst. á viku hefir læknir viðtals- tíma í skólanum og vísa kennararnir börnum þá til hans. Skólahjúkrunar- stúlkur sjá um, að læknisráðum sé blýtt, heilmili athuguð etc. Viö lok skólanámsins eru börnin skoðuð á ný og foreldrum gefnar leiöbeiningar um hver lifsstaða muni þeim hentust. — Ef nú er litið yfir útlenda skipulagiö, sem eg hefi reynt að lýsa í fám orðum, þá virðist mér, að flest af þeim leiðbeiningum um skólaeftirlitið, sem eg hefi gefið (okt. og nóv.bl. Lbl. 1917) geti staðist. Að eins hefi eg gert þar m e i r i k r ö f u r, en fram er fylgt á Norðurlöndum. Þó virðisf

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.