Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 175 viðarolíu og láta skært rafmagnsljós skína á þaS. Meö smásjá (lítilli stækk- un) má þá sjá háræðar. Þetta hafa hö. notaö til þess aö rannsaka roseoía og exanthema viö skarlatssótt og mislinga. Roseola og scarlat. exanthem orsakast af hyperæmi og útviökun háræöanna. Morbilli exanth. sýnir auk þess ödem, og líklega stafar bláleiti liturinn af stasis, sem kemur af spas- mus í smáæöum. (M. m. W. 1918). Fréttir. Kíghóstinn í Rvík. Eins og áöur hefir veriö skýrt frá í Lbl., hefir kíg- hósti borist hingað til bæjarins frá Danmörku og breiðst út i bænum. AIls hefir hann komið á 18 heimili, en af þeim má álíta, aö veikin sé um garö gengin á 10—12 heimilum, þannig að börn þau srniti ekki önnur, en er enn sem komið er fremur væg; nú geisar hér meg'nt kvef og veröur því miklu erfiöara að bera kensl á veikina en ella, enda hefir það komiö fyrir, aö læknar hafi tilkynt mér, aö kighósti væri kominn á heimili, en eftir nokkra daga tjáö mér, að um einfalt kvef væri aö ræða. Má því alt eins búast viö því, að samgönguvarúö, sem notuö hefir veriö gegn útbreiðslu veikinni, fari í molum þegar svo stendur á, aö læknar geta ekki diagnosticerað hana; — sumstaðar hefir veikin verið svo væg, að börnin hafa ekki fengið sog, fólkið ekki sótt lækni fyr en seinf og síðar meir (á einum stað eftir að barn haföi veriö veikt í 6 vikur). J- Hj- S- Ný lyfsöluskrá er komin út. Læknar á þingi. Nýkosnir eru: Guöm. Guöfinnsson og Sig. H. Kvaran. Sennil. ná þeir Halld. Steinsson og M. Pétursson einnig kosningu og mega læknar sín þá nokkuö á þingi. Ifkki veitir af. Heilbrigðisskýrslur fyrir árið 1918 ætlar landlæknir aö gefa út eftir ný- ár, en þvi miður vantar enn ársskýrslur fyrir þaö ár frá sumutn læknum að meira eða minna leyti. Það eru því áreiöanlega seinustu forvöö aö skila þeim. Landlæknir hcfir verið ófús að halda aftur launum lækna, en auö • vitáö verður ekki hjá þvi komist, ef ekki koma skýrslurnar, því a 11 a r skýrslur frá ö 11 u m læknum eru ómissandi, er scmja skal fullkomna heil- brigöisskýrslur fyrir alt landiö. Nú fellur og niður sú viöbára, aö ekki veröi unnið úr skýrslunum. Yfirlit yfir heilbrigði 1918 í Lbl. fellur auövitaö niöur. Bráðabirgðalög um bann geg-n innflutningi brúkaöra fata o. þvíl., hefir stjórnin nýlega gefið út. Berklaveikisnefnd. Samkvæmt ályktun siöasta þings og aö tillögum læknanefndar liefir stjórnin skipað Guömund Magnússon, Magnús Péturs- son og Sigurð Magnússon, heilsuhælislækni, i nefnd til þess aö rannsaka og gera tillögur um varnir gegn berklaveikinni. Væri óskandi að nefnd þessi sæi einhver öruggari ráð en heilsuhæli ein.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.