Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 3
6. árg. Júlí 1920. 7. blað. r Afengisreglugerðin nýja. Hún fær jafn illa dóma hjá öllum, jafnt bannvinum sem bannfjendum. Að visu eru dagar hennar taldir bráölega og því óþarft að ræða mikið um hana, en eigi að síður eru hér teknar 3 greinar um hana frá greina- góðum stéttarbræðrum, sem enginn mun væna þess, að þeir geri sér á- A'norissölu að atvinnu. — G. H. I. Tverinir 9 mánuðir voru liðnir frá síðustu útgáfu bannlaganna, þegar hún kom frá landlækm, reglugerðin um „læknabrennivinið", sem gert er ráð fyrir i 9. gr. þeirra, og verSur ekki sagt, að það sé vonum fyr. AS vísu er þaS ekki orSiS óvanalegt, að dráttur verSi á samningu reglugerða, sem gert er ráð fyrir í lögum — t. d. eru leiSbeiningar og reglur um rétt- arlæknisskoSun á likum o. f 1., sem gert er ráS fyrir i lögum frá 10. nóv. 1913 um mannskaSaskýrslur, að landlæknir gefi út, ekki komnar enn, svo- eg viti, — en hjer var sjerstök ástæSa til að hafa hraSann á vegna þeirra kvartana, sem sést hafa og heyrst — meS réttu eöa röngu skiftir að þessu ieyti ekki máli — út af vanbrúkun á lyfja-áfengi. En nú er hún þó komin, og færi alt meS feldu, mætti þaö vera fagnaSarefni þeirn mörgu læknum sem líta svo á, hvaSa skoSun sem Jjeir annars hafa á áfengisbanninu, aS landslögum beri aö hlýSa, og aS J)eir menn, sem brjóta Jmu sér til ávinn- ings, setji blett á sína stétt. Þetta flaug mér fyrst í hug, er eg‘ fékk reglu- gerSina, Jrví að eg taldi vist, ekki sist vegna Jress, aö umhugsunartímlinn hafSi veriS svona langur, aS hér væri um gagngerSa endurbót að ræða frá gömlu reglugerSinni, einhver viturleg ráö upp tekin til aS girða fyr- ir vanbrúkun lyfja-áfengis, og skriffinskan, sem alt ætlar að kæfa í Jæssu iandi, heldur minkað en hitt. En þar brugSust mér illa vonir. Gamla ’eglugerSin var gallagripur. Þessi er aS sumu leyti miklu verri, aS minsta kosti ])au ákvæSi, er snerta héraðslækna, sem hafa lyfjasölu. í gömlu ' eglugerðinni var nóg af skriffinsku og fram yfir J)aS, en í Jæssari kastar 'yrst tólfunum. Eftir gömlu reglugerSinni átti aö rita í áfengisbók, ef úti var látiS meira en 50 grömm af áfengi. ÞaS var ekki m'ikill erfiðis- óoki, þvi að ekki er oft ástæSa til, að láta meira í einu til lækninga en Jjví svarar. Nú á aö rita í áfengisbók hvaS lítil ögn sem úti er látiri, og er þess er gætt, aS eitthvaS af áfengi er líklega í meira en helmingi Jæirra íyfja, sem daglega eru ráSlögð, ])á má gera sér í hugarlund, hvílíkt starf hætist hjer á lækna, sem lyfjasölu hafa, Jdví aS ekki getur þetta sparaS

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.