Læknablaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
135
herniotomiur og amputationir, og allskonar útvortisskuröi g'erir harin
venjulega nieS svona deyfingu, en hann sagSist vera hættur aS nota aS-
ferSina viS rneiri háttar holskurSi. Hann sagSist hafa gert þaS fyrir bóriar-
staS frúar einnar, kunningjakonu sinnar, sem hann hefSi opereraS vegna
uleus ventriculi. Hún hefSi aS vísu ekki kvartaS um sársauka, heldur
yfir einhverri ósegjanlegri leiSin’datilkenningu viS aS vita af görnunum
útbyrSis og mann vera aS grufla í þeim.
Cappelen gengur stofugang á morgnana, ekki einasta um sjúkrastof-
urnar, heldur líka um kjallara, búr, eldhús o. s. frv. og hefir nefiS niSri
í öllu, og vei því hjúi setn ekki gætir skyldu sirinar, því Cappelen er sthang-
ur herra. Hann segir ekki margt, en augnaráSiS getur veriS öndótt og
óþægilegt. — SjúkrahúsiS er fyrirmynd, og vil eg ráSa öllum, sem til
Noregs fara, aS koma viS hjá Cappelen og dvelja hjá honum, jafnvel
fremur en í Kristjaniu, og skal þaS borga sig vel. Hann er aS vísu fámáll
maSur er hann er viS vinnu sína, en þiSnar upp þegar ntaSuir fer aS spjalla
viS hann á eftir. Hann minti mig á góSan collega sem viS eigum hér heima,
og upp á báSa finst mér mega lieimfæra þau orS, sem standa á legsteini
Symes í Edinborg: „You have here the man of which it has justly been
said, he never wasted a word, a drop of ink or drop of blood, and who
is the safest, soundest and most successful surgeon alive“ og er undir-
skrifaS: „Scotsman", þ. e. skotska dagblaSiS alkunna, setn þetta stóS í, i
eftirmæli eftir hann.
Stgr. Matthíasson.
Sýnishorn aí ársskýrslu.
Svo mun mörgum læknum finnast, aS litlu sé við aS bæta í ársskýrslu
þegar út eru fylt öll eySublöSin, sem henni fylgja. Þó fer því í raun
og veru fjarri. Ljósast sést þetta á bestu skýrslunmri. Þær eru fullar af
margvíslegum fróSleik og má margt af þeim læra. Sem dæmi þessa eru
bér tilfærSir tveir kaflar úr ársskýrslu S i g u r j ó n s J ó n s s o n a r 1919-
Annar ræSir um „barnakvefiS" sæla, sem mest var um deilt, því sumir
héldu þaS vera spönsku veikina í nýrri mynd, en aSrir kvefsótt. Hinn
er um barnaskólaeftirlitiS og kvilla á skólabörnum.
ÞaS hefSi mátt velja önnur ágæt dæmi úr skýrslum annara lækna. en
skýrslurnar koma allar vonandi út áSur langt um líSur. Hitt er augljóst,
aS slíkar skýrslur sem þessi er, hafa bæSi vísindalegt og hagnýtt gildi.
Þegar landlæknir, eSa hver þaS nú verSur, ritar rökstudda grein um
spönsku veikina hér og „barnakvefiS", þá duga lítiS tómar tölur. AS
eins n á k v æ m greinargerS fyrir öllu háttalagi faraldursins í hverju
héraSi getur skoriS úr máliriu, aS svo miklu leyti sem unt er. Svo er um
fleiri sóttir.
BarnaskólaeftirlitiS er eitt af þvi, sem um er deilt. En getur nokkur,
sem les skýrslu Sig. Jónssonar efast um, aS þaS komi aS gagni ef full
alúS er lögS viS þaS? Þó er sú nrikla spurning eftir: hve mörg af börn-