Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 3
g. blað. 11111111119 6. árg. September, 1920. Försters Operatio. (Útdráttur úr erindi fluttu á fundi Læknafél. Reykjavíkur.) Árið 1908 skýröi Alfred Förster frá því, aS sér hefði hugkvæmst að ráöa mætti bót á sperrilömunum* og þá fyrst og fremst L i 111 e s-veiki, metS þvi aS s k e r a s u n d u r e f t r i r æ t u r m æ n u, t a u g a, og" lýsti ]iá jafnframt góöum árangri af nokkrum operationum, sem T i e t z e hafði gert að hans ráðum. SíSan er operationen kend viS Förster, enda þótt búiS væri aS gera hana nokkrum sinnum áSur viS neuralgium (Tabes) o. þ. h. Sperri- (spastiskar) lamanir stafa af því, að einhver skemd er á leiSsl- unni í pyramidastrengjum mænunnar, svo aS áhrifa heilans á líkamshreyf- ingarnar gætir alls ekki, eSa minna. Þetta áhrifaleysi er tvenskonar, eins og nafniS — sperri-lömun — bendir á; i fyrsta lagi erfiSleikarnir á, aS koma til leiSar sjálfstæSum hreyfingum, og í öSru lagi erfiSleikarnir á, aS stilla i hóf ósjálfráSar hreyfingar. Þessa síSara gætir öllu meira og verS- ur sjúklingnum óbærilegra. Nu kom Förster í hug, aS ráSiS til þess aS fosna viS sperruna og afleiS- ingar hennar, væri aS varna utanaSkomandi áhrifum aS berast til motor- isku tauganna, þ. e. a. s., þar sem ekki var hægt aS útrýma orsökinni, sem olli skemdinni á leiSslunni i pyramidastrengjunum, (t. d. tumorum). Og þetta varS ekki meS öSru móti gert, en aS skera sundur eftri mænuræt- urnar áður en þær sameinast fremri rótunum. Sperrunnar gætir altaf mest í útlimunum. í efri útlimina koma taugar trá IV.—VIII. cervicalrót og I. dorsalrót og í neSri útlimina frá I.—V-. lumbalrót og I. og II. sacralrót. Ef nú t. d. þessar firnrn eftri lumbal- og tvær sacralrætur væru skornar sundur, þá mundi sperran í neSri utlimunum aS vísu hverfa, en algert tilfinríingaleysi, ataxia og trofiskar truflanir koma i staSinn, og er þá sjúklingurinn litlu bættari. RéSi Förster því til, aS skera í sundur aSra hvora rót, eSa í hæsta lagi tvær í röS, meS því móti yrSi enginn líkamshluti alveg sviftur tilfinningataugum, þvi aS hver vöSvi eSa vöSvaflokkur fær taugar sínar frá tveim til þrem rót- uui. Þetta má sjá á eftirfarandi yfirliti Försters yfir greiningu tauganna í ueSri útlimina. Flexores femoris : L. I, II, III, IV, V, S. I. Extensores femoris: L. III, S. I, II. * (Paralys. spastic.).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.