Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 12
138 LÆKNABLAÐIÐ tons., 25 talsvert mikinn í báSum, 4 mikinn í arinari, litinn e'ða engan í hinni, hin öll snert að eins í annari eða báðum. 5) Eitlaþroti. Á 21 var eitlal>roti til muna, mjög mikill á einu þeirra, á hinum að eins vottur. Ekkert hafði igerð i eitlum. 6) T a n n s k e m d i r. 1 tönn skemda höfðu 31 barn, 2: 33, 3 : 19, 4: 15, 5 : 9, 6: 6, 7: 4, 8: 2, 9: 1. 7) Tannskekkjur. 1 tönn skakka höfðu 14 börn, 2:18, 3:10, 4:6, 5: 7, 7:1, 9:1. Margar af þessum tönnum voru skemdar lika. 8) H e y r n a r d e y f a. Á 2 var heyrnardeyfan til talsverðra muna. Ekkert hafði nú útferð úr eyrunum, en mörg þessara 11 höfðu áður haft hana úr öðru eyra eða báðum. 9) Sj óndepra. Eitt barnið hafði svo mikla sjóndepru, að skólavist var bönnuð. Lagt fyrir foreldrana, að leita augnlæknis við fyrsta tæki- færi. Það var og ráðlagt mörgum öðrum, sem gallaða sjón höfðu, þótt ekki væri á því stigi, að þau gætu ekki að ósekju notið skólavistar. Ann- ars var ekki unt að prófa sjónina nema mjög ófullkomið, því birtan var, meðal annars, oftastnær til fyrirstöðu. 10) Aðrir augnsjúkd. Blepharo-conj. 4, strabismus 1, ex- opthalmus (levis) 3, asthenopia 2. 11) B e i n s k e k k j u r. 32 höfðu scoliosis, en öll nema 6 svo litla, að að eins varð vart við nákvæma athugun. Á 3 þeirra var þó skekkjan frem- ur lítil, en á 2 talsvert mikil statisk scoliosis. Var annað 9 ára gömul stúlka, sem hafði arthroit. talo-crural. tuberc. fyrir nokkrum árum og lærbrotn- aði sama megin í hitt eð fyrra. Var sá fótur 1% ctmt. styttri. Hitt var 12 ára gamall drengur. V. leggur var 2 ctmt. styttri en sá hægri, en ekki vissi harin til, né fundust merki þess, að hann hefði brotnað né fengið ilt í fótinn, en beinkröm hafði hann haft. Hvorugt gekk halt. Eitt hafði mjög mikla scoliosis, 10 ára gamal! drengur. Honum var bjönnuð skólavist og ráðlagt að leita lækninga. Eitt hafði pes. varus, eitt nokkra kyfosis. 12) N i t farist ekki i fötum. Höfuðnit var til muna í 12, í hinum lítil. mörgum að eins vottur. Risour eftir klór fundust á 10. 13) K 1 á ð i fanst nú að eins á 2, og er það með öðru vottur þess, að sá faraldur sé í rénun. Má ef til vill nokkuð þakka það skólaeftirlitinu. 14) H ö r u n d s k v i 11 a r voru þessir: ecxema 3, seborrhoe 6, alo- pecia areata 1, trichophytia cruris 1, ichtyosis (levis) 3, psoriasis 1, perniones 4, furunculus 1, ulcus labii 1, ulc. pedis 2, ulcus post combust. 1. 15) Aðrir sjúkd. voru: Laryngitis 2, tracheitis 1, oligæmi 11, taugaveiklun 2, cephalalgna 2, migræne 1, anorexi 4, ozoena 1, hyperæmia crur. 1, atrophia crur. post. arthroitis 1. Öll börnin voru í hreinum nærfötum og flest hrein um kroppinn. Ná- lega öll höfðu meira eða minna skældar tær. Heldur fer þeim fækkandi. sem liafa sokkabönd um legginn. Að lokinni skoðun var alstaðar talað stundarkorn við börnin um berklavarnir (hráka og hóstaúða) o. f 1., og er eg ekki vonlaus um, að það hafi nokkra þýðingu. Að minsta kosti veitá börnin ágæta athygli alstaðar, og þau, sem áður hafa verið við skóla- skoðanir, geta oft lagt furðu mikið til málanna."

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.