Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 150 laus (icke infekterad). En sé hún með hita, reynir hann vendingu eða háa töng, áður en hann gerir perforatio. En þó móðirin sé „infekteruð" og horfur séu á, að hún geti eigi að öðrum kosti eignast lifandi barn, eða sé indicatio absoluta, þá gerir E.-M. einnig keisaraskurð í því falli, en þá ad modum Porro. Á handlæknafundinum í Kristjaníu 1919 hélt próf. E.-M. fyrirlestur svipaðs eðlis og hér er skýrt frá, mætti hann nokkurri mótstööu, meSal eldri lækna norskra, sænskra og danskra, en þó var þaS fremur í auka- atriSum, í aSalatriSum liefir E.-M. alla ])á meS sér, sem fylgjast meS timanum og þekkja reynslu amerískra og þýskra lækna, sem rutt hafa nýja braut í skoSun manna á keisaraskurSi. Englendingar hafa til skams líma veriS mjög ihaldssamir meö sectio caesarea. Þegar eg dvaldi i Edin- borg 1911, kyntist eg Sir Halliday Croom, sem er yfirlæknir viS Maternity- Hospital þar. Hann hafði þá nýlega vakiS töluverSa athygli á sér og orSiS fyrir mótmælum annara collega fyrir frjálslyndi sitt í skoSunum á sectio caesarea viS grindarþrengsli. Gaf hann mér ritgerS eftir sig um þetta efni, og eru skoSanir hans svipaSar og próf. E.-M. AS öllu athuguSu mun óhætt aS endurtaka þaS, sem eg hefi áSur skrif- aS, að sectio caesarea er jafn hættulítil og einföld exstirpatio tumoris per laporatomiam, ef skurðurinn er gerður í tæka tíð, á ósmitaðri konu, af lækni sem vanur er holskurðum. Stgr. Matth. Ellibelgnum kastað. Dr. Knud Sand ritar (Ugeskr. f. læger, nr. 33) yfirlit yfir rannsóknir Eugen Steinachs (Wien), sem frægur er orSinn fyrir rannsóknir sínar á getnaSarkirtlunum og starfi þeirra. Þær hafa vakiS mikla eftirtekt og jafn- vcl ísl. blöSin talaS um þær. Eyrst skal á þaS minnast, aS hormon eistnanna, sem valda öllum kyns- þroska karla, myndast í millibilsfrumunum (Leydigs-frumum) milli sæS- isganganna en alls ekki í þekju þeirra, sem myndar sæSiS. Sé bundiS fyrir vas deferens veslast sæðisgangaþekjan upp og sæðismyndun hættir, en millibilsvefurinn e y k s t. — Hormon eggjakerfanna er aftur taliS stafa frá theca folliculi og corpus luteum. ÞaS veldur öllum eiginlegleikum kvenna. MeS Röntgengeislum má drepa æxlunarvef getnaðarfæranna, en hormonvefui'inn sleppur og ágerist meira eSa minna á eftir. ÞaS hefir tekist aS gelda karldýr, og græSa eggjakerfi í þau í stað eistnanna. DýriS breytist þá gersamlega, brjóst vaxa o. fl. Samskonar íilraunir hafa og tekist á kvendýrum. Ef skift er um getnaSarkirtla á óþroskuSum dýrum má gera þau aS viðrinum meS ýmsu móti. Orsök þess aS viSrini eSa homosexual dýr íæðast, liggur í óeSlilegum þroska á getnaSarkirtlunum. BæSi karl- og kvenlegur hormonvefur hefir náS aS þroskast, fyrst önnur tegundin og hin síSar. Má af þessu sjá, að homosexualitet er nokkurskonar van- ■skapnaöur en ekki glæpur. Hormonvefur g'etnaSarkirtlanna nær fljótari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.