Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ IOI IOO—150 kr. fyrir sjúkl. Síöan gat hann um útbreiðslu á mb. ven. síðustu arin, vildi halda nafninu freyjufár. — Mælti með nefndarkosningu. Kosnir voru: M. Magnús, Jón Hj. Sigurðsson og Guðm. Hannesson. G. Hannesson skýrði frá aðgerðum Lf. Isl., og kvað það ekki rétt, að ekkert hefði verið gert. Skýrði frá tildrögum bæklings síns, og við hvaða heimildir hann styddist (bækl., sem heilbrigðisstjórn U. S. A. hefði út- býtt til leiðbeiningar fyrir lækna). Drap á skrásetningu sjúkl. og nafnið á sjúkd. — Gunnl. Claessen fór nokkrum orðum um nafnið. — Guðm. Thoroddsen taldi hæpið að setja mætti í lög, að sjúkl. skyldu tilgreina hver hefði smitað sig. — Sæm. Bjarnhj. var á sama máli og G. Th., þótti líklegt, að skyldan til að tilgreina þann, sem smitað hefði, fældi sjúkl. frá læknun. — G. Hannesson skýrði frá því, að ákveðið hefði verið, að eitt eintak af bækl. sínum fylgdi með lyfjakistli allra ísl. skipa, og skyldi skipstjóri sjá um, að skipsmenn ættu kost á að lesa hann. — Nokkrir fleiri tóku til máls. — Gunnl. Claessen mælti með frekari fræðslu í skól- um, en taldi mjög varhugavert, að skylda sjúkl. til að segja til um smitun, aftur sjáfsagt, að læknar græfust eftir því eftir mætti. — Stgr. Matth. mintist á nafnið og nauðsyn alþýðufræðslu, einnig hve vel profylaxis hefði gefist í ófriðnum. Sjálfur hefði hann reynslu fyrir því, að hún hefði gef- ist vel. — G. Thor. taldi frásagnarskylduna óheppilega. Vildi láta lækni útbýta sjúkl. eintaki af lögunum. Áleit, að a 11 i r ættu að fá ókeypis lækningu, úr því lög skylduðu til eftirlits og lækninga. — Stgr. Matth. taldi ekki óheppilegt, að lyfjabúðir útbýttu varúðarreglum, auk þess sem læknar gerðu það (aðrir ræðumenn höfðu mælt á móti því). — Halldór Hansen mintist á útbreiðslu mb. ven. erlendis, og taldi nauðsynlegt að verjast þeim hér eftir mætti. — Sæm. Bjarnhj. mælti með ókeypis lækningu fyrir alla, eins og víðast væri gert við epidem.sjúkd., þetta væri gert vegna þjóðfélagsins. Líka erfitt að greina milli fátækra og rikra. — Gunnl. Claes- sen taldi athugavert, að lækning væri bundin við einn lækni, gæti fælt suma sjúkl. í Rvík þyrfti fleiri en einn læknir að vera. — M. Maghús dró þetta í efa. — Hann hélt, að calomelsmyrsl o. þvíl., kæmi ekki að gagni sem prófylacticum, menn gengju ekki með slíkt. hefðu það ekki, þegar á þyrfti að halda nema í herjunum. Smokkar væru ]ió handhægir. — G. Thor. sagði, að miklu færri börn fæddust nú á fæðingarstofn. í Khöfn með syf. cogn. en fyr. Þakkaði það lögum Dana gegn mb. ven. Fundur 27. júní. V. Dr. Sambon sagði frá rannsóknum sínum á malaria, pellagra o. f 1., fjörugt og fróðlega. Hann sýndi að því loknu fjölda mynda af pellagra- sjúkl. o. fl. 1 Á undan erindi dr. Sambon’s bauð G. H. hann velkominn á ensku og mintist á starfsemi hans og þakkaði honurn að loknu erindinu. — Stgr. Matth. hélt stutt erindi á ensku út af ræðu dr. Sambon’s, og þakkaði fyrir hönd áheyrenda, og Þ. Sv. tók í sama streng. Timi var svo liðinn, að fundi var frestað til kl. S1/^, en þá var fundinum haldið áfram. VI. G. Hannesson flutti erindi um samrannsóknir o g s a m- vinnu milli lækna! (Birtist i Lbl.).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.