Læknablaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 10
104
LÆKNABLAÐIÐ
samþykt ])aö án mikillar áhættu. Nefndin leggur því til, aö eftirfarandi
sé samþykt:
a. Aö almenningi sé séö fyrir góöri fræöslu um mb. ven., hættu þá, sem
af þeim stafar og helst varnir.
b . Aö trygöar séu rækilegar skýrslur um sjúkd. þessa, svo að sjá megi
með vissu útbreiðslu þeirra á hverju ári.
e. Að sjúkl. með smitandi samræðissjúkd. séu skyldir að leita sér tafar-
laust læknishjálpar, og nota hana þar til smitunarhætta sé úti.
d. Að læknishjálp og spítalavist sé ókeypis fyrir slíka sjúkl., að minsta
kosti fyrir þá, sem fátækir eru.
e. Að brot gegn lögunum varði refsingu.
Til þess að greiða fyrir málinu, felur hann nefndinni að semja frv.
til slikra laga, og veita stjórninni alla þá aðstoö, sem hún kann að óska.
Tillaga nefndarinnar var samþykt með öllum greiddum atkvæðum.
VIII. Stgr. Matth. flutti erindi um oxyuriasis og corpora
aliena í appendix. Hann sagðist hafa fengið frekari reynslu um
þetta síðan hann ritaði um það í Lbl. 112 sjúkl. hafði hann opererað
síðan, 5 höfðu corpora aliene, 31 oxyures. Allir höföu væga append, þó
hún byrjaði geyst, flestir aðkenningu milli kastanna. Væri sín sannfær-
ing, að þessir hlutir stæðu í orsakasambandi við veikina. Gat hann um
athuganir útlendra lækna um þetta (Bárenhelm, Backer-Gröndahl, Löwen
og Reinhardt). Það voru corp. aliena, sem ýfðu slímhúðina og greiddu
bakteríum götu. Oxyuris finnast oftar í app. kvenna en karla, og svo hefði
sér reynst.Oft hefði hann reynt ýmsar aðrar lækn.aðferöir viö vægaraþpend.,
en gefist illa. Operatio væri ein einhlýt. Af hverju kæmi svo þessi append.-
faraldur, sem nú virtist hvarvetna ganga? Betri diagnosis, breytt matar-
hæfi, smitun? Sjúkl. með högl, — alt að 9 — hefðu haft slæma kveisu
og þrautir. Ef til vill hefði verið að ræða um kemisk áhrif af blýinu.
Þ. Sveinsson gat um, að oft væri .colon fullur og útþaninn, þó fólk
hefði hægðir. Nú væri hægðaleysi algengara á kounm en körlum, og
obstructio i colon. Nú væri ekki ólíklegt, að útþenslan í colon ylli því, að
valv. ileo-coliea lokaði ekki, og bakteriur frá colon gætu borist upp
fyrir valv. ileo-colica, og út úr því orðið appendicitis.
Sæm. Bjarnhj. spurði um, hvort ekki væru til nýjar rannsóknir á
likum. Guðm. Hannesson gat um nýjar, þýskar rannsóknir á þessu, sem
styddu mjög skoðun Stgr. Mattth. um oxyuriasis sem orsök. Taldi ólík-
legt, að blýeitrun heföist af höglum i app., heldur ekki gengi það greið-
lega, að koma vatni úr colon upp fyrir valv. ileo-colica.
G. Claessen benti á, að högl og kúlur í líkama manna yllu vanalega
ekki blýeitrun. Hitt kæmi fyrir, að valv. ileo-colica lokaði ekki fyllilega,
mætti sjá það ljóst með Röntgen. Þá skýrði hann frð, að fylla mætti
appendix í nokkrum tilfellum og sjá hann með Röntgen. Væri skugginn
stundum slitinn sundur (stricturae). Nýlega væru Röntgenlæknar farnir
að leggja alúð við diagnos. á appendix sjúkd.
G. Thor. þakkaði Stgr. Matth. erindið, og þótti hann gera vel, að vera
sífelt svo vakandi, þó tiltölulega einangraður væri. Sagði frá oxyuriasis-
appendicitis, og hversu út liti í líkum. Fylti oft eggjafullur ormurinr,