Læknablaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
103
fyr geröi, aö mörg tilfelli fyndust, auk þess einföld angina talin með.
Þetta heföi gefið núverandi epidem. vægara últit.
Jón Jónsson taldi serum gott eftir sinni reynslu.
G. H. sagðist samdóma niöurstöðu Stgr. Matth. Þótti við búið, að vér
mættum vænta illkynjaðs faraldurs af veikinni, eftir að svo vel hefði
gengið um langan tíma. Talaði um Schicksprófun og bólusetningu.
Jón Hj. Sig. sagði eftir sinni reynslu mestu varða, að gefa serum fljótt.
Mintist á vandræðin við einangrun á eftir.
Sæm. Bjarnh. mælti með þvi, að draga ekkert inject. þó jafnframt væri
sjálfsagt að rækta sýklana, jafnvel þótt að eins væri grunur um veikina.
Óttinn við anaphylaxi þyrfti ekki að fæla menn. Annars hefðu margir
mótmælt rannsókn Bingels. Hár hiti kæmi og við intraven. injejct. með
öðrum efnum, collargol o. fl.
Stgr. Matth. kvaðst einangra í 2—3 vikur, en auðvitað væri þetta út
í bláinri, því margir væru sýklaberar eftir þann tíma og engin ráð gegn
þeim. Gat um rannsóknir annara á einföldu hestaserum og þótti þær
standa tæpast á jafnföstum fóturn og hinar háu tölur Bingels.
Sæm. Bjarnh. mintist á dipther.-faraldur í Bjarnaborg þar sem contact
sýndist hafa valdið sýkingu margra barna.
G. Claessen áminti stjórn félagsins um, að geta þess á fundarboði í
tæka tíð og nákvæmlega, um hvað talað yrði og umræður yltu á. —
Sæm. Bjarnh. kvað þetta satt vera og ástæða til að bæta úr því framvegis.
Halld. Hansen mintist á, að ef til vill mætti nota mjólk eða þvíl. pro-
phylact. og svo serum við sjúkd.
Stefán Jónsson vakti athygli á því, að inject. af dipth. toxini væri
athugaverð vegna ])ess, hve toxinið væri sterkt eitur, og mætti vera, að
serum i blöndum væri ekki full vörn. Minti á að eftir dýratilraunum væri
vafalaust að serum antidipth. væri miklu meiri vörn en einfalt serum.
Þá mintist hann á skamtstærð og mismunandi inje;ct. aðferðir, einnig á
notkun annara efna og áhrif þeirra.
Stgr. Matth. kvaðst ragur orðinn við inject. prophyl. vegna anaphylaxi,
ef gera þyrfti inject. síðar. Væri alvarlegur hlutur oft og einatt, t. d. við
prófstungu á lungnasull.
G. Hannesson talaði um antianaphylaxi og ráð við anaphylaxi. Mintist
hann á lungriasullina og dró í efa að anaphylaxi væri orsökin. — Stgr.
Matth. benti á það, hve tafsamt þaö væri fyrir lækna að nota smáinject.
á undan aðalinject., til þess að komast hjá anaphylaxi.
Fundur 28. júní kl. 4.
Kristján Arinbjarnarson kom á fundinn.
Fyrir hönd nefndarinnar i s a m r æ ð i s s j ú k d. skilaði G. Hannes-
son eftirfarandi áliti og greinargerð:
„Þegar nefndin ætlaði að taka til starfa, kom það í ljós, að flest hjálp-
armeðul skorti. Þannig voru alls ekki til sænsku lögin frá 1918. Var þá
ljóst, að ókleyft var að athuga frumvarp M. M. til nokkurrar hlýtar. Auk
þess hefði tíminn ekki leyft, að ganga svo frá frumv., að fundurinn gæti