Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1922, Page 11

Læknablaðið - 01.01.1922, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 9 gerö til langvarandi lækninga meS hörSum geislum (R.tiefentherapi) en sömuleiöis vel löguö til gegnlýsingar viö maga- og lungna-skoöun. Myndir má og taka meö þessari vél, þótt ekki sé hún vel til þess fallin og getur því oröiö vara-vél, ef spennivélin skyldi bila. Á sama tíma — sumariö 1919 — voru og gerðar fleiri endurbætur. í staö gamla gegnlýsingar-áhaldsins, sem orðiö var úrelt, var sett upp annað nýtt — Forssells Radiograf — sem er mjög fullkomið; er aðallega notað viö skoðun á maga- og brjóstholi; og unt aö sýna meö þessari aöferö rétt hlutföll á lungnamyndum, Auk þess er útbúnaöur til þess að mæla meö nákvæmni rétta stærö hjartans og fá meö því upp- lýsingar um dilatatio eða hvpertrofia cordis (orthodiagraphi). Samtimis eignaðist R.stofan svonefnt Trochosjcop, til þess að geta skoöaö sjúklinga liggjandi á bakinu eöa á grúfu; kemur þessi still- ing oft aö góöu liði viö skoðun á maganum, og ef exsudat er í pleura, en er alveg ómissandi, þegar colon er skoðaður meö R.clysma. í sam- bandi viö uppsetning áhalda þessara, var endurbætt háspennunetiö í stofunni. Árið 1920 voru ekki geröar teljandi breytingar eða viðbót á áhöldum, en næsta ár markar að því leyti ’íierkilegt spor í sögu R.stofunnar, að rafmagnsstöðin nýja við Elliðaá,'nar komst á fót sumarið 1921, og var hætt við starfrækslu rafmagnsvélarinnar í húsi Nathan & Olsens. Varö nú kostur á miklu ódýrari straum og ábyggilegri spennu. Bæjarstraum- urinn er breytistraumur 220 volt, en áöur var jafnstraumur, 110 volt. Þurfti því að gera nokkrar breytingar á tækjum og setja upp breytivé! (omformer). (Niðurl.) Berklamálid. Svar til Sig. Magnússonar, Það hefir dregist fyrir mér um skör fram, aö svara hinum hógværu og kurteislegu aths. Sig. Magnússonar út af hugl. mínum um álit berkla- veikisnefndarinnar. Því aö ekki er því að leyna, að þær hafa ekki getað fært mér heim sanninn um villu míns vegar. En drátturinn stafar einkum af því, að eg hélt fyrst, að S. M. hefði ekki lokið við svar sitt til mín í ágústblaðinu. S. M. reynir að verja það, að till. nefndarinnar var dembt inn á þing áður en læknum og öðrum kjósendum gafst kostur á að sjá þær og athuga, kannast þó hálft í hvoru við, að þarna kunni að vera um sök að ræða, en tilfærir málsbætur í 5 liðum; eru þær að vísu sumar harla litlar og léttvægar, sem von er, því að þetta og annað eins er ekki verjandi; væri auðvelt að taka þær lið fyrir lið og sýna fánýti þeirra, en eg býst ekki við, að Lbl. hafi rúm fyrir rniklar umræður um þetta atriði, sem er fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis, og þar að auki útkljáð, svo að ekki verður við gert. Af þessari síðartöldu ástæðu tel eg ekki heldur vert að halda áfram umræðum um hvernig berklaveikislögunum nýju muni verða framfylgt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.