Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1922, Síða 16

Læknablaðið - 01.01.1922, Síða 16
14 LÆKNABLAÐIÐ F r é 11 i r. Inflúensan. Þegar fréttist til inflúensunnar, ytra, í byrjun þessa mán- aðar, þótti nauðsyn bera til Jjess a'ð hafa gætur á aðkomuskipum, meðan nánari fréttir kæmu af veikinni og hve alvarleg hún væri. Var öllum lögreglustjórum simað um Jjetta og skyldu þeir birta J>að læknum og sóttvarnarnefndum. — Nú hefir nokkur tími liðið síðan og segja allar fréttir að veikin sé væg. „afar væg“ segir síðasta skeyti frá ísl. sendi- herranum. Þó eg geri ekki ráð fyrir því, að J^að nægi að skoða sýkt og grunuð aðkomuskip til þess að verjast vægri infI., Jiá virðist mér nauðsynlegt að beita fullri sóttvörn við þau skip, sem kynnu að flytja þ u n g a v e i k i. Jafnframt vil eg minna lækna á að láta ekkert tækifæri ónotað ti! ]>ess að grafast fyrir ]>essi lítt ]>ektu atriði, sérstaklega ef infl. fer að ganga hér á ný: 1) Eru menn smitandi á síðari hluta undirbúningstímans ? 2) Hve lengi eru sjúkl. afsýkj.andi? 3) Veikjast þeir aftur, sem fengu veikina síðasta árið og þá hve títt er það ? Guðm. Hannesson. Læknafélag Reykjavíkur. Á fundi ]>. 9. jan. voru lagðir fram og sam- ]>yktir reikningar Læknablaðsins. Efnahagurinn er ekki góður, eins og reikningurinn, sem birtist annarsstaðar í blaðinu, ber með sér. Nefndin sem kosin v.ar á síðasta fundi, til þess aö gera tillögur um stofnun l>erklavarnafélags, hafði klofnað. Meiri hlutinn, Sigurður Magnússon og Sæm. Bjarnhéðinsson, vildi stofna allsherjarfélag strax. Eftir talsverðar umræður var svohljóðandi tillaga minni hlutans, G. Claessens. samþykt: ,,1. Fundurinn er mctfallinn því, að skipaður verði sérstakur berklaveikis- yfirlæknir hér á landi, en telur læknastétt landsins með forustu land- læknis skylt að beita sér fyrir berklavörnum. 2. Fundurinn telur líklegt, að berklavarnafélög viðsvegar í læknishéruðum muni geta komið að liði, og skorar á stjórn Læknafélags íslands, að taka það mál á dagskrá á næsta fundi félagsins, til þess að héraðslæknum gefist kostur á að gera tillögur um myndun og fyrirkomulag slíks félagsskapar. Frú Anna Sæbjörnsson, gift Magnúsi lækni i Flatey, dó á Landakots- spítala 1. ]>. m., 52 ára að aldri. Banameinið var c. uteri. Frú Anna var dönsk, fædd Nielsen, dóttir „fóstru“, sem margir íslenskir stúdentar hafa búið hjá. Guðm. Magnússon prófessor hefir fengið lausn frá kenslu i vetur. Er það vegna þreytu og lasleika. Guðm. læknir Thoroddsen gegnir störfum hans á meðan. Próf. G. M. er þó á fótum og nú þegar orðinn miklu hressari. Vilmundur Jónsson læknir hefir verið kosinn í bæjarstjórn Isafjarðar. Gestir. Vilm. Jónsson læknir og frú hans voru hér í bænum um jólin. Nýkominn er og til bæjarins Halldór læknir Stefánsson á Flateyri. Ólafur Jónsson hefir verið settur bæjarlæknir í Reykjavík frá nýári og þangað til embættiö verður veitt, en umsóknarfrestur er til 1. mars. Störfum hefir verið skift þannig rnilli héraðslæknis og bæjar- læknis: Héraðslæknir hefir eins og áður kenslu við Háskólann, eftirlit með næmum sjúkdómum innanbæjar og heilbrigðismálum bæjarins, nema

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.