Læknablaðið - 01.02.1922, Side 3
2. blað
nwimnn
8. árg. Febrúar, 1922.
r
Utbreiösla holdsveikinnar hér á landi.
Eftir Sæm. Bjarnhjeðinsson.
1. okt. 1898 var Holdsveikraspítalinn tekinn til afnota, sanikvæmt lög-
nnum frá 4. febr. 1898, um einangrun holdsveikra frá ö'ðrum mönnum
og upptöku þeirra í spítala.
Undirl)úningur haföi veriö allmikill á undanförnum árum, fyrst og
íremst rannsóknin um útbreiöslu holdsveikinnar í landinu (Ehlers 1894
°& *&95 o? hreppstjóraskýrslunar frá árslokum 1896). Ehlers fann
eöa frétti um alls 158. Samkvæmt skýrslu G. B j ö r n s o n a r, sem sam-
in var upp úr hreppstjóraskýrslununi í árslok 1896 vissu menn þá
u m 1 8 1 s j ú k 1 i n g.
Meö einangrunarlögunum frá 1898 var héraöslæknum fyrirskipaö aö
gefa árlega skýrslu um tölu holdsveikra manna í hjeruðum sínum, en á
fyrstu árunum fjórum voru skýrslurnr svo ófullkomnar og vantaöi úr
svo mörguni héruöum, aö eigi var mögulegt að senija neina aðalskýrslu
upp úr þeim, en slíkar skýrslur eru nauðsynlegar, ef menn eiga aö geta
fengiö nokkra hugmynd um áhrif einangrunarlaganna á holdsveikina.
Fyrsta aöalskýrslan er frá árslokum 1901, en hin síðasta frá árslokum
1920.
Eins og vænta má, sjá læknarnir oft og einatt sjúklingana ekki fýr eu
nokkrum árurn eftir aö hin fyrstu holdsveikiseinkenni eru komin i ljós
og geta því þeir sjúklingar eigi komiö í héraðslæknaskýrsluna fyr. En
])ar er svo tekið fram, hvenær sjúkdómufinn hafi byrjaö.
Með þvi aö athuga sjúkdómslýsingar sjúklinganna í Laugarnesi og
skýrslur héraöslæknanna, fær maður þvi nieö nokkurnveginn vissu aö
vita, hvenær sjúkdóms-einkennin hafi komiö í ljós, og með því móti
verður hægt aö segja, hve margir holdsveikir hafi verið í hverju héraði
í r a u n o g v e r u það og það áriö. Vitanlega reikna eg ekki menn
holdsveika á undirbúningstímanuni. Hann er óviss og mislangur, enda
væntanlega ekki nein hætta af sjúklingunum á þeim tíma.
Ársskýrslurnar veröur þannig aö endurskoða og endurbæta að minsta
kosti á næstu fimm árunurn eftir að þær koma út.
í árslok 1896 vissu menn um 181 holdsveikling eða öllu heldur 179,
því tveir voru áreiðanlega ekki holdsveikir. Meö stuðningi skýrslna hér-
aðslækna á fyrsta tug aldarinnar og Holdsveikras])ítalans sést, að þ á
hafa a ö minsta kosti 237 verið holdsveikir hér á
1 a n d i, og svona hefir þaö gengið einnig með ársskýrslur lækna um