Læknablaðið - 01.02.1922, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ
27
stétt vi'Ö fjósdyrnar. Hún heyröi bresta í lærinu við fallið, og kvaðst
bafa fundið nokkuð mikið til. Hjálparlaust staulaðist hún þó til bað-
stofu, all-langa leið, og til hvílu sinnar. Þegar eg kom, hafði hún legið
]>ar hálfan dag og látið á litlu bera.
^ ið skoðun fanst lærleggur hægri hrokkinn í sundur á ská, skamt ofan
V1® bné, og gengu brotendar á misvíxl. Teygði eg nú úr fætinum, lagaði
brotið eins vel og auðið var, og batt ull og spelkur við. Ekki vildi hún
b‘ta svæfa sig. Hún brá sér hvergi meðan þessu fór fram. Mun hún þó
hafa fundið allmikið til. Fólkið spurði mig hvort að hcnni rnundi batna
Mtur svo. að hún kæmist á fætur. Kerling varð fyrri til svars. Kvaðst
hún ekki vera hrædd um, að ekki kæmist hún á fætur; þó að hún þyrfti
að liggja nokkuð lengi, gerði það ekkert til ef einhver gæti gert fjósa-
verkin nógn vel á meðan. — Eg spurði hana um heilsufar hennar. Var
hún minnug og skýr í svörum. Kvaðst hún aldrei á æfinni hafa verið veik,
í'kki einu sinni fengið mislingana, sem hefðu þó margan hart leikið.
Sonur hennar bjó rausnarbúi á þessum bæ. Eg gaf henni siðan ráð um
leguna. Batavonir þurfti eg ekki að gefa henni, því að hún var miklu
vonbetri en eg.
Skömmu siðar sögbu mér sannorðir samtíðarmenn þessarar konu þessa
sogu af búskaparárum hennar: Hún bjó með karli sínum á hjáleigu. kot-
rassi í túninu á annari jörð. Þau höfðust við í torfkofa. Rúmflet stóð á
torfgólfi, og var gryfja aftan við rúmgaflinn. Bóndi fékk á haustin mörg
?-fsláttarhross frá efnaða fólkinu. Mátti hann eiga mötuna ef hann skil-
:,ði aftur hánni. Hrossakjötið gevmdi hann í gryfjunni undir rúmgaflinum.
. aU áttu ekki nema 2 ílát i búinu, snældustokk og járnpott lítinri. Pott-
11111 notuðu þau bæði nótt og dag. og bóndi át spónamatinn úr snældu-
stokknum. Þá þektust ekki olíulampar. Ekki áttu þau grútarlampa, en
l)au tóku gulrófu, grófu holu ofan í hana. lögðu kveik í, heltu á hrossa-
floti og kveiktu svo á. Þegar þau lögðust til svefns átu þau róíuna og
flotið sem eftir var. — Ekki er lengra síðan þau bjuggu svona en um 40
ar- Svona hafa „hygienisk Forhold“ verið þá.
Seinna frétti eg að kerlingunni hafði gróið lærbrotið. Ekki veit eg
hvort hún hefir tekið upp aftur gegningarnar, því að slik verk eru ekki
j.ærit góð gömlum ok feigum.“
Smágreinar og athugasemdir.
Pæðingu kemur G. Fitzgibbon (Dublin) af stað með því að leggja inn
magaslöngu í stað almennrar bougie. Hún er 30” löng, og gildleikinn No.
22. Cervix er fyrst vikkaður með dilatatorum, pípunni skotið inn, og legst
Hm í hringa fyrir framan fósturhlutann, sem að ber. Verkar vel og lítil
aætta á að himnur rifni. (9. júlí).
Berklasýklar í blóði sjúkl. Menn greinir mjög á um það, hve oft berkla-
sýklar finnist í blóði tæringarsjúkra. Rob. Kochs stofnunin (E. Rumpf)
efir nýlega rannsakað þetta vandlega, og fann ekki ótvíræða sýkla nema