Læknablaðið - 01.02.1922, Side 14
28
LÆKNABLAÐIÐ
í 6—8%. ASrir hafa þóst finna þá miklu oftar. Lancet getur þess ekki,
hversu ástand sjúkl. var. (23. júlí).
Smithreinsunarlyf gegn samræðissjúkd. hefir Deutsche Gesundheitsamt
látið rannsaka (J. Schumacher). Hafa þau vilja'ð gefast misjafnt, og sér-
staklega þykir Þjóöverjum kalomelsmyrsl Metschnikoffs óáreiöanlegt,
yfirleitt smyrsl miklu lakari en uppleysingar. Best hefir gefist 0.1% sublí-
matvatn og svo kininsmyrsl Scheres.chewsky’s. Aö hreinsun þurfi að fara
sem fyrst frarn, má ráöa af því, að Neisser lukkaöist ekki að stööva
syfilis á öpum, þó lresio initialis væri skorin burtu 10 mínútum eftir smitun.
(23. júli).
Dularfult fyrirbrigði. Charles I'tuss, rafmagns-læknir hefir smíöað á-
liald, sem hreyfist, ef á þaö er horft. Er þaö sléttur sívafningur, hlaðinn
rafmagni, sem hangir í silkiþræöi, og er alt sarnan lokað inni i loftheld-
um málmkassa. v\haldiö snýst á ýmsa vegu, eftir þvi sem á það er horft,
og Russ þykist hafa útilokað, aö hiti, ljós eöa önnur öfl en sjónin valdi
þessu. Margir eðlisfræðingar hafa skoðað áhöldin, og ekki getað gefiö
aðra skýringu betri. Russ setur þetta í samband viö það, hve algengt það
er. aö menn finna ef á þá er horft. (30. júlí).
Graviditas extrauter. Lifandi barn. C. Moore (CaHfornia) tók nýlega
8 mánaða gamalt barn úr kviðarholi á konu. Barniö var aö öllu vel skap-
að. Þvi og konunni heilsaöist ágætlega. (30. júlí).
Fimmburar fæddust nýlega í Búdapest. Konan var á 4. mánuði, uterus
svo stór, aö náði pr. ensif. Konan varð fyrir slysi og var flutt á fæðingar-
stofnun. Þar fæddi hún fyrst 2 börn, sem vógu bæði 1600 grm., og tveim
vikum síðar þrjú, sem vógu til samans 2300 grm. (30. júlí).
Barnaberklar og smitunarhætta. Á fundi Alþjóða-berklafél. i London
sagði Arrnand- Delille frá þvi, aö af 2300 börnum frá berklaheimilum
i París, senr komið var fyrir á heilbrigðum heimilum, sýktust að eins 7
af berklav. og 2 dóu auk þess bráölega úr meningitis. — Smitunarhættan
liefir þvi reynst furöu litil. (6. ág.).
Skyrbjúgur og sítrónusafi. Sitrónusafi (lemon juice) á flöskum hefir
verið talin ágæt vörn gegn skyrbjúg. Percy Basset-Smith hefir reynst
lianri óáreiöanlegur, en hefir aftur tekist að búa til haldgóöar og áhrifa-
miklar tablettae í hans stað. — Slikar tablettae má og búa til úr appel-
sínum. Spiraðar baunir eru og góö vörn. (13. ág.).
Hyperemesis gravidarum. Harding telur aöalorsökina vera skort á gly-
cogeni í lifur móðurinnar, sem stafar aftur af því, aö barnið notar kol-
vetni hennar framan af, til fitumyndunar o. fl. Intoxicatio intestinalis og
taugaveila geta og átt nokkurn þátt í þessu. Meöferöiri verður ])ví: Margar
smáar máltíöir meö litilli fitu og miklu af kolvetnunr (glucose best).
Þá skal sjá fyrir nægum drykk (pr. os eða rectalinstillat.) og liöugum
hægðum. Ró og rúmlega er mikils virði. Sedativa skal nota sem minst.
(J3- ág.)
Gott heilbrigðisástand er í sveitaborgirini Perryville, Maryland, U. S.
Barnkoma er 39.3%c og dánartala 3.67. Ágætum húsakynnum og læknis-
hjálp er þakkað þetta. Af skólabörnunum reyndust þó 93.5 eitthvaö göll-
uö (tönnur, veget. aden., sjúkd. í tonsillae o. fl.J. Börnin fengu auðvitað
læknishjálp við kvillum sírium. (13. ág.).