Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1922, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1922, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 í b ú ö húsmóS u r i n n a r er ekki jafngóS. Dagstofan er um 6 álna breiö og 8 áína löng, og mætti þaö gott heita, ef sá galli væri ekki á, a'ö einu gluggarnir eru á enda stofunnar, og nýtur aldrei vel birtu í svo djúpum stofum og mjóum. Ofninn er svo nærri dyrum, aö ekki má tæpar standa. Gestastofan er annaö herbergi og rná þaö aö öllu fullgott heita aö ööru leyti en því, aö gluggar vita beint rnóti noröri. Kemur þar aldrei sólargeisli inn, eins og von er til um norðurstofu. Það bætir aö visu úr, íiö stofan getur notiö góös af suðurgluggum í dagstofu, ef huröin er opin. Þegar þess er gætt, að dagstofan er allajafna eina herbergiö, sem allir lifa i, aö rninsta kosti er kuldinn sverfur aö á vetrum og fátæktin neyöir mann til aö spara eldsneytið, þá er það augljóst, aö plássið er ekki meira en nauösyn krefur. Hér er slept sérstakri borðstofu, og rná þá ekki minna vera en að dagstofan, sem einnig á aö boröa i, sé ekki óhæfileg kytra. Gestastofan, svo nefnda, er auövitaö ætluð til daglegra afnota, en hvaö úr því veröur vita allir. Konan lokar henni oftast, ef ekki vegna kuldans á vetrum, þá vegna óttans fyrir því, aö börnin eöa kettirnir geri þar ein- hvern óskunda á fínu húsmununum eða dúkunum! Svo vill- þetta ganga um öll lönd. En fæstir menn vilja vera án gestastofu, þó ef til vill mætti hún helst missast. Um forstofu, búr og eldhús má þaö segja, aö æskilegt væri að hafa annan fataskáp eöa klefa en þann, sem er til hægri handar við anddyriö, þar sem gengið er inn í salernið. Ef þvottaborö er sett þar líka, þá er litiö pláss fyrir fötin, eöa því sem næst ekkert. Þá missist og nokk- urt pláss í göng innar af eldhúsi, þó aö vísu geri þau það gagn, að verja matargufu inn í forstofuna. Búrið er heldur lítiö, en mun þó nægja. Illa er mjer við að hafa inngang í „skúrinn" eða eldhúsfordyriö rnóti norðri, og kysi jeg heldur aö hafa hann á gaflinum, þó miöur líti það út. Galla tel jeg það, að leggja þarf reykjarpípuna úr eldstónni yfir göngin, j)ó mjó séu. Ekki mun heldur trygt að frost nái ekki salerninu og vatnspíp- um, þar sem frostsamt er, og er þó sjaldan vandlegar um slíkt búið en hér er gert. Ókostur er jrað og, aö aðalforstofan hefir engan glugga ann- an en hurðir meö gleri í. Verða slíkar forstofur aldrei eins bjartar og loft- góðar og ef ]>ær hafa beint gluggaljós. Þá er og stiginn opinn upp á loftið og vill jrað kæla forstofuna til muna og gera upphitunina nokkru erfiðari. Á lofti og í kjallara er rúmið nóg, og virðist mér herbergja- skipunin jjar rnega vel vera eins og ráö er gert fyrir. Þó má hamingjan vita, hvort ekki frýs alt í baðherberginu Jrar á móti norðri, hins vegar erfitt að sigla fyrir jrað sker án miðstöðvarhitunar. En jrví miöur dregst ])að líklega mörg ár enn, aö góð baðherbergi meö vatnsveitu og öllu sliku komist i læknabústaðina. Hitt er víst, að tjcn hlýst af ])vi, ef vatnspípur springa uppi á lofti. Baðherbergi á lofti eru viðsjál, nerna mjög vel sé um gólfið og alt annaö búið, svo ekki geti stafað af þeim fúi og raki. Það er ekki allskostar farandi eftir útlendum fyrirmyndum með vatns- salerni og baðklefa. Þeir hafa bæöi meira eldsneyti og minni frost ytra en vér. Þá eru sjúkraskýlin, og skal eg þá fyrst athuga það, sem minna er. Það er gert svo lítiö sem verða má, eða jafnvel minna. Minna en 2 stofur getur sjúkraskýli aldrei veriö (konur, karlar) og úr því stofa er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.