Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1922, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.04.1922, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 63 Sig. Magnússon, héraöslæknir á Patreksfirði, stundar nú tannlækning- ar hér í bænum og er jafnvel í ráöi, aö hann setjist hér að, en segi lausu embætti sinu. Læknafélag Reykjavikur. Fundur var haldinn 10. þ. m. og flutti Jón H. Sigurðsson héraðslæknir þar erindi um nýrnabólgur, en skoðanir manna á þeim hafa breyst mjög við rannsóknir seinustu ára. Lbl. á von á að fá erindið til birtingar. Georg Georgsson héraðslæknir er nýkominn hingað til bæjarins úr utan- för sinni um Frakkland, Spán og ítalíu. Samrannsóknirnar. Lítið heyrist frá læknum um þær og liggur þó sómi vor við að þær takist vel. Með þeim hefir læknastéttin tekið sér af frjálsum vilja starf í höndur, sem eflaust verður henni til dýrðar og mönn- um til gagns, ef vel er af hendi leyst. Öllum læknum voru send eyðublöð um ungbörn. Hafa allir fengið þau? Flafa þau komist í hendur ljósmæðra á réttum tíma? — Hvað líður svo geitnarannsóknunum ? Að eins 6 læknar hafa sent greinargerð : Ólafur Thorlacius, Jón Árnason, Sig. H. Kvaran, Guðm, Guðfinnsson, Halldór Steinsson og Magnús Pétursson. Úr þessu fer nefndin að vonast eftir, að svörum rigni niður og enginn geitnakollur verði eftir skilinn. Ætti þá að vera góð von til þess að þurka þennan ósóma burt úr landinu áður mörg ár líða. Ergo: Sendið skýrslur með næsta pósti! G. H. Frumvarpið til laga um vamir gegn samræðissjúkdómum komst aldrei inn á þing að þessu sinni. Hefir því verið við borið, að ekki hafi nægur tími fengist til þess, það þurfi aö líreyta hegningarlögunum. En þetta er hégómi einn. Fyrir eintóman klaufaskap eða tómlæti dregst þetta mál heilt ár lengur en þurfti. Sökin liggur hjá nefndinni, að minsta kosti að nokkru leyti. Hún kom ofseint fram með frumvarpið. Mjólkurfræði eftir Gísla Guðmundsson, 2. hefti, er komið út fyrir nokkru. og er bókinni þar með lokið. Hún er fullar 300 bls., skýrt og skilmerkilega rituð og með mörgum myndum. í þessu hefti eru meðal annars kaflar um skyrgerð og gráðaosta. Yfirleitt sýnist bók þessi gott og vandað rit, og ekki fjarri því að læknar kynni sér það, því matvæli og öll meðferð þeirra er ekki lítill þáttur í heilbrigðisfræði. G. H. Saltkjötsrannsóknir. Svo heitir löng ritgerð eftir Gísla Guðmundsson, sem kemur út í Búnaðarritinu. Er þar vandlega lýst allri meðferð salt- kjöts og helstu skemdum, sem á því geta orðið, hverjar þær eru og af hverju þær stafa. Er þetta að miklu bygt á sjálfstæðum rannsóknum og líklegt að þær komi að góðu gagni. Auðsjáanlega er mikilli vinnu varið td samningar á ritgerð þessari og er hún bæði fróðleg og skemtileg nflestrar. G. H. Heilsufar í héruðum í febrúar 1922. V a r i c e 11 a e: Sigluf. 9, Akur- eyr 1, Seyðisf. 1. Fáskr. 5, Vestm. 2, Eyrarb. 1. — F e b r. t y p h.: ísaf. 1, Svarfd. 1. — Scarlatina: ísaf. 1, Blönduós 1, Sauðárkr. 1, Hofsós 6, Húsav. 5, Beruf. 7. — Rubeolae: Höfðahv. 2, Seyðisf. 1. — Ang. P a r o t.: Plornaf. 3. — Ang. t o n s.: Hafnarf 31, Borgarf. 1, Borgarn. b Stykkish. 3, ísaf. 14, Miðf. 5, Blönduós 3, Sauðárkr. 2, Sigluf. 6, Svarfd. 3. Akureyr. 21, Höfðahv. 6, Reykd. 7, Húsav. 1, Hróarst. 2, Seyðisf. 4, ráskr 1, Vestm. 4, Eyrarb. 1, Keflav. 12. — Diphtheritis: Akureyr. Höfðahv. 3, Þistilf. 2. — T r ia c h e o b r 0 n e h i t i s: Hafnarf. 19,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.