Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1922, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.04.1922, Qupperneq 12
5« LÆKNABLAÐIÐ stjórnin" (landlæknir, skrifstofustj., ráöherra!) „ýti undir læknana og beinlínis auki þekking læknastéttarinnar á berklaveiki og berklavörnum“. Einhverjum gæti dottiö í hug, aö þessi tillaga væri „tæplega í hreinskilni gerð“, en þegar aö er gáö, þá er þetta í fullu samræmi viö einkunnarorð hans: „ekki snarpan. sprett“. Það mætti gera sér góðar vonir um árang- ur af slíkri kenslu heilbrigðisstjórnarinnar, ef hún hefði jafn mikinn áhuga á berklavörnum eins og G. Cl. Hún mundi þá varla ýta alt of hranalega undir læknana! Það er ofurlítill misskilningur í umtali hans um „framkvæmdarstjór- ann“, og því miður hefir þessi misskiningur ruglað hann talsvert. Það kom ekki fram í umræðum þeirra, sem voru með félagsstofnuninni, að sjálfsagt væri, að framkvæmdarstjóri félagsins væri læknir, sem ekki hefði annan starfa á hendi. Það var tekið fram, að félagið yrði að sníða sér stakk eftir vexti. Ekki væri hægt að ákveða það fyrirfrani. hvort félagið hefði ráð á sérstökum framkvæmdarstjóra, en að vísu væri það gott, ef þess væri kostur. Hið endanlega fyrirkomulag félagsins væri ekki hægt að ákveða fyrirfram, það yrði að gerast innan vébanda hins stofnaöa og ítarfandi félags. Verkefnið væri, að leitast við að stemma stigu fyrir útbreiðslu berklaveikinnar, aðstoða berklaveika, vekja áhuga almennings á berklavörnum og góðum heilbrigðisreglum, í stuttu máli: gera það gagn, sem hægt væri að gera, eftir þeim efnum sem fyrir hendi væru. Spurningin var, hvort Læknafél. Rvíkur vildi ráða til slíks félagsskap- ar. Meiri hluti nefndar þeirrar, er félagið kaus, taldi það sjálfsagt, að hvert læknafélag og hver læknir myndi svara þessu játandi, og kom fram með þessa tillögu: Læknafélag Rvíkur telur nauðsynlegt, til stuðnings við framkvæmdir berklaveikislaganna, og til stuðnings berklavarna yfirleitt, að stofnaður verði allsherjar félagsskapur, berklavarnarfélag, eins og milliþinganefndin gerði ráð fyrir, og telur að heppilegast mundi, ef hægt væri, að fá Heilsu- hælisfélaginu breytt í þá átt, svo að berklavarnir verði aðalviðfangsefni félagsins. Jafnframt skorar Læknafélagið á alla lækna landsins að gera sitt til að þetta fyrirhugaða félag fái sem mesta útbreiðslu. G. Cl. kom hins vegar með þessar 2 tillögur (sjá janúarbl. Lbl.) : 1) Fundurinn er mótfallinn því, að skipaður veröi sérstakur berklaveikis- yfirlæknir hér á landi, en telur læknastétt landsins með forustu landlæknis skylt að beita sér fyrir berklavörnum. 2) Fundurinn telur liklegt, að berklavarnarfélög viðsvegar í læknahéruðum muni geta komið að liði, og skorar á stjórn Læknafél. ísl., aö taka það mál á dagskrá á næsta fundi félagsins, til þess aö héraðslæknum gefist kostur á að gera tillög- ur um myndun og fyrirkomulag slíks félagsskapar. Fyrri tillagan var óþörf og óviðkomandi málefni því, sem fyrir lá, enda neituðu svo margir að greiða atkvæði, að tillagan var „samþykt“ af minni hluta fundarmanna. En þetta skiftir litlu máli. Um síðari til- löguna er það að segja, að hún viröist í fljótu bragði meinlaus, en þegar tekið er tillit til greinargerðar tillögumannsins, þá sést, hvað hann hefir eiginlega meint með tillögunni, og er ekki ástæða til að ræða það mál írekara. Hins vegar er rétt að athuga ofurlítið afstöðu Læknafél. Rvíkur. Eg er þess fullviss, að mikill hluti Rvíkur-lækna eru með landsfélagi, og vilja

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.