Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1922, Side 8

Læknablaðið - 01.04.1922, Side 8
54 LÆKNABLAÐIÐ bygð, munar litlu, hvort hún er fyrir eitt rúm eða tvö. Um sjúkrastof- urnar er lítið að segja annað en það, að þær eru að sjálfsögðu hitaðar með ofnum, en þeir standa helst til nærri dyrum. Þá mun og sjálfsagt að gera reykháfinn tvöfaldan, loftháf og reykháf, en hér er reykháfur að eins sýndur. Komið gæti til tals, að hita allar þrjár stofurnar niðri með einum vænum ofni, sem lagt væri í úr norðurstofu (gangi), og stæði í sérstökum, litlum klefa, milli stofanna. Væri þrifalegra og betra fyrir sjúklinga. Þá tel eg gluggaskipunina óhentuga og ástæðulaust að hafa meira en einn vænan glugga á hverri stofu, en þeir eru hér geröir 2 vegna útlits að utan. Þetta leiðir til þess, að rúmin standa út undan köldum gluggum á myndinni, en vel má og setja þau með gafl að vegg og kemur þá þetta síður til greina. Hjúkrunarstúlkuherb. er illa sett að því leyti. að ofninn nær ekki að reykháfi, svo pípa verður að liggja nokkra leið til að honum. Slíkt á hvergi að koma fyrir, ef alt er í besta lagi. Þá er norðurstofan (gangur, skurðarst.), og skotin út frá henni. Þetta alt mun margan hneyxla, og ekki síst yngstu læknana, sem hættir til að miða margt við útlendu spítalana, sem þeir hafa nýl. gengið á. Eg skal því strax taka það fram, að skipulagshugmynd þessi er að nokkru frá mér, svo eg á þar mest til sakar að svara. Úr fordyrinu, sem er óumflýjanlegt til að taka móti stormi og kulda, kemur maður inn í meðalstóra stofu, norðurstofuna. Stofa þessi er factot- um í húsinu. Fyrst og fremst er hún rúmgóð húsgöng, gengið úr henni inn.í sjúkrastofur, herb. hjúkrunarstúlku, salerni o. fl. Þá er hún og dagstofa fyrir sjúklinga, sem eru á fótum. Þeir eru þar frjálsari en inni í sjúkrastofu, ef veikur maður er þar fyrir. Til hvorutveggja þessa er stofan fullgóð, en fleiru er á hana hlaðið, — alt vegna sparnaðar. Veggir eiga þar að vera sléttir og gljámálaðir, gólfið ef til vill úr brendum, slétt- um hellum (flísum) með afrensli, glugginn ríflegur. Undir glugg- anum er einfalt borð og stólar við það, ef til vill einn eða tveir hægindastólar af einfaldri gerð, eftir efnum og ástæðum. Þá er og ríflegur skápur (við herb. hjúkrunarstúlku) fyrir umbúðir og verkfæri, og má hann ef til vill vera veggskápur. Iiann nær þó ekki niður að gólfi og verður þá neðan hans hólf, sem skjóta má inn í skurðarborði. Þá sjaldan að stærri skurði þarf að gera, er stofan gerð hrein, borð og stólar flutt burtu, gólfið gert rakt, útidyrum lokað, og stofan er þá orðin að nýtilegri skurðstofu. — Þegar baða þarf sjúklinga, er hún gerð að baðherbergi og liaðkerið (á hjólum) er geymt i skáp til vinstri handar við anddyrið, en dregið fram á gólf er nota skal. Ofan baðkersins gengur skápur, upp að lofti, fyrir lín og rúmföt, og eru hurðir inn í hann annaðhvort úr and- dyri eða norðurstofu. Milli skáps þessa og sjúkrastofu er lítið eldhús til smávegis hitunar, en hinu megin anddyris W. C., og skolunarklefi framan þess. Er mikil hætta á að salernið geti frosið, svo eg tel það ekki alls- kostar vel sett þar. Þó má með sérstökum frágangi draga úr þeirri hættu. Eflaust mun flestum finnast hér vera gengið oflangt í sparnaðaráttina. Eg tel þó engan efa á því, að þetta skipulag sé nýtilegt, ef læknirinn dugar. Marga stóra skurði hefi eg gert í miklu verri húsakynnum — og tekist vel. Ef féð er nóg til að byggja og reka, er annað mál, og þá þarf ekki fið skera svo við neglur sér. Kjallari er aðeins undir litlum hluta hússins,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.