Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1922, Síða 13

Læknablaðið - 01.04.1922, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 styðja þaö. Minna má á hinar drengilegu undirtektir ritstjórnar Lbl. (Áramót. Janúarblað). Hins vegar má aö vísu skilja þaö, aö Lf. Rv. vildi bíöa til vors, til þess að hafa héraðslækna landsins meö frá byrjun. Það má máske segja, aö stuðningur Lf. ísl. sé enn áhrifameiri en stuöningur Lf. Rv., en í rauninni get eg fyrir mitt leyti ekki séð, hvers vegna Lf. Rv. ekki gat, fyrir sitt leyti, svaraö hiklaust og ákveðiö, þegar Heilsu- hælisfélagiö spurðist fyrir um stuðning Rvíkur-lækna. Það var óþarfi að hræðast þaö, að kollegar út um land tæki þaö óstint upp, að Rvíkur- læknar segðu sitt álit. Það er óhætt að gera ráð fyrir, að héraðslæknar verði með i félaginu. En hve margir héraðslæknar verða á fundi í sumar? Og verður yfirleitt nokkur fundur í sumar? Það þýðir annars ekki að sakast um orðinn hlut. Hitt er réttara að athuga. hvað við eigum að gera nú, eins og sakir standa. Vist er það, að við verðum að „taka snarpan sprett“ til þess að bæta upp það hik, sem orðið het'ir. ef þetta félagsmál á ekki að sofna dauða-svefni. Mín skoðun er sú, að við eigum að reisa félagið á grundvelli Heilsuhælisfélagsins. Sá grundvöllur er heldur ekki svo slakur, þar sem félagið á 55 þúsundir króna í sjóði, íyrir utan urn 26 þús. í föstum styrktarsjóðum. Einnig væri æskileg samvinna við Heilsuhælisfélag norðlenskra kvenna, „Hringinn", ,.Líkn“ og fleiri félög. Ef læknafundur verður í sumar, þá er sjálfsagt að l)úast við að um- ræður þar verði málefninu til góðs stuðnings, en auðvitað verður félagið ekki stofnað á þeim fundi. Þess er að gæta, að berklavarnafélagið á ekki fyrst og fremst að vera læknafélag, heldur félag allra þeirra manna og kvenna, er hafa áhuga á berklavörnum. En ])ó læknar verði þar tiltölu- lega fáir i samanburði við aðra félagsmenn, þá eiga þeir að verða „leið- andi" menn í félaginu, því þeirra er þekkingin og hjá þeim ætti áhuginn að vera mestur. Eg gæti ímyndað mér meðferð málsins á þessa leið: Læknafélagiö tekur fyrir málið á 1. fundardegi. Síðan er reynt að stofna til fundar með Læknafél. eða þeim læknum, sem áhuga hafa á berkla- vörnum og Heilsuhælisfélaginu eða að minsta kosti stjórnendum þess. Þessi fundur undirbýr ,,framsókn“ í sumar og haust. Þessu er slegið fram til þess að vekja athygli á samvinnu við Heilsuhælisfélagið, sem eg tel sjálfsagða, og til að skjóta því til stjórnar Lf. ísl„ hvort ekki sé hægt að taka málið fyrir í byrjun læknafundar, til þess að tími sé til að ræða málið við Heilsuhælisfélagið. Ef engi læknafundur verður i sumar, verður að vænta þess, að Heilsu- hælisfélagið hefjist handa, og læknar styðji þá viðleitni með ráðum og dáð. Vífilsstöðum, á pálmasunnudag. Sig. Magnússon. Heilbrigðisskýrslurnar. Enn stendur alt fast með prentunina. Stíllinn kom ekki með skipinu sem til var ætlast. Vonandi kemst þó bráðlega skrið á þettu aftur. Mikil vinna er þó eftir, þrátt fyrir það að eg hefi reynt að hraða verkinu svo sem eg gat. G. H.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.