Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1924, Side 7

Læknablaðið - 01.03.1924, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 37 Þessi rannsóknarefni velur hann sér því fremur, sem alment er taliö, aö serum hafi áhrif aö þessu þrennu leyti og þau svo aö um muni. Ad. i. Þegar bornar eru saman hitatöflur sjúkl., sem ekki hafa feng- iö serum viö hitatöflur sjúklinga (af svipuðu tagi hvað skófir og önnur einkenni snerti) sem fengiö hafa serum, sést aö serum breytir engu um hitann. Hitinn fellur vanalega sjálfkrafa á 2.—4. degi. Bie segir hitann venjulega li á a n í byrjun, en aö hann fari fljótt lækk- andi, þess vegna verði lítt vart viö háan hita á sjúkrahúsum. Ennfremur fullyrðir Bie, aö hann hafi ekki fundið að hiti stigi snöggv- ast eftir serumspýtingu eins og margir halda fram. Ad. 2. B.ie segist ekki finna næga sönnun fyrir því, aö seruni hindri útbreiðslu skófa. Barnaveiki nú á tímum hagar sér ööruvísi en áöur. Skóf- ir breiöast ekki nú eins mikið um kok og niður í lungu eins og um 1880. — Um 1820 þegar Bretonneau skrifaði fyrstur um difteri, þá var venjau sú, aö börnin dóu af descenderandi croup. Ad. 3. Bie hefir boriö saman sjúkrasögur margra sjúklinga Fibigers, er ekki fengu serurn, viö siúkrasögur sinna sjúklinga af svipuöu tagi, er fengu serum. Niöurstaöan veröur sú, að serum viröist að vísu hafa áhrif, en þau komi ekki glögt í ljós strax á eftir, heldur nokkru seimia, og eins liklegt sé, aö losnun skófanna sé aö þakka viðbragði likamskraftanna og sé misjafnt eftir því hvernig hver er gerður. Fyrir próf. Bie er mergurinn málsins þessi um gildi serumsins : S e r u m hefir antitoxisk áhrif og þau koma í veg f y r i r aö v e i k i n v e r ð i þ u n g, e f 1 y f i ð e r g e f i ö í t æ k a t í ö, og n o t a b e n e ef nóg er gefið getur þaö læknað, a n n a r s ólæknandi difteri. Bie segir aö barnadauöinn hafi minkaö mjög síöan hann tók að nota stóra skamta. T. d. hafi hann undanfarna 19 mánuði, síöan þessi stefna var tekin, e k k i mist neinn sjúkl. úr resp. paralysis. VII. Síðasta yfirlitsgrein um difteriterapi þýsk, sem eg hefi lesið, er eft- ir Brúckner yfirlækni viö barnaspitalann í Dresden. Hann hefir feikna- mikla reynslu og er maöur víösýnn og frjáls, eins og sjá má af því scm hann ritar. Hann er einn af þeim fáu Þjóöverjum, sem skrifa læsilega og af nokkru andríki. Þessi ritgerö Brúckners er í Zeitschr. f. árztl. Fortb., No. 6, 1921: ,,Der derzeitige Stand der Serumbehandlungen der Diphtherie." Skal eg tína upp það helsta sem B. segir. Fyrstu árin eftir aö Behring gaf okkur serumiö, vöknuöu margar efa- semdir, því að allir voru kvektir af túberkúlínvonbrigöunum hjá Koch. Reynslan var ólýgnust. Um siðustu aldamót munu flestir hafa verið sam- dóma Baginski er tók svo til oröa, að meö serum heföi barnaveikin hætt að vera ægilegur sjúkdómur. Efasemdamenn skjóta þó upp höföi við og viö. Manndauðaskýrslur hafa mjög veriö notaðar til aö sanna gildi serums- >ns. En á því er meðal annars sá galli, að um svipaö leyti og serum kom, fékst handhæg aðferð til að greina sjúkdómiim, og urðu þá skráöir marg- >r með væga barnaveiki sem áður voru ekki taldir meö. Mest er aö marka

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.