Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1924, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.03.1924, Qupperneq 14
44 LÆKNABLAÐIÐ brúkar R. ekki balsamica, en oft salol. í byrjun; þegar bráöasta bólgan er um garö gengin, lætur hann karlmenn sprauta urethra meö protargoluppl. i : 300 eöa lapisuppl. 1: 3000 þrisvar eða fjórum sinn- um á dag og einu sinni að nóttunni; eftir 14 daga lætur hann oftast sprauta meö sol. hypermang. kal. 1 : 3000, stundum meö 1 % icthyolvatni, stundum meö zinksulfat- eða koparsulfat-upplausn. Öll þessi lyf hefir hann tvöfalt eöa þrefalt sterkari lianda kvenmönnum. Hann lætur kvenmenn sprauta urethra sjálfar, eins og karlmenn; til aö rata rétta leið lætur hann þær hafa spegil milli fótanna. — Á poliklinikinni, sem þeir ráöa fyrir, reserve- læknarnir Kissmeyer og Lersey, var mest notuð vismuthsuspension til inj. viö chronisk gonorrhoe (subnitr. bism., glycerini an 20., aq. dest. ad 300). Þangað sótti daglega fjöldinn allur af sjúkl. með kynferöissjúk- dóma, einkum gonorrhoe og alls konar húðsjúkdóma og kvilla, svo aö engin leið var að athuga allan þann grúa vandlega. Fanst mér því æöi mikil fljótaskrift á skoðun og diagnose á öllum fjöldanum, en þess ber að gæta, að langflestir, sem þarna kornu daglega, voru gamlir sjúklingar og áður skoðaðir, og aö þegar nýr sjúklingur kom, sem þeir þaulæfðu . dermatologar“ treystu sér ekki til að smella diagnose á á svipstundu, ]iá var hann látinn leggjast á spítalann til athugunar. Meðferðin á hör- undskvillunum var líka æöi skematisk og minti á þá gömlu alþýðutrú, aö ef sjúkdómurinn var gefinn, var meðalið við honum sjálfgefiö um leið, og fanst mér því vonum minna að læra þar um meðferð hörunds- kvilla. — Við arthritis gonorrhoica brúkar Rasch heita bakstra og salicyl nótt og dag, og yfirleitt heldur hann því fram, að inntökur og injectionir eigi aö brúka jafnt á nótt sem degi. Hann gerir ástungu, ef liðurinn er mjög spentur og miklar þrautir, en foröast aö immobilisera og lætur nudda vöðva í nánd við liðinn, svo fljótt sem þolist, og liðinn sjálfan, þegar hann er oröinn þrautalaus. Á þennan hátt segist hann alt af fá valetudinem completam, ef sjúkl. komi til sín áður en aörir læknar séu búnir aö skemma liöinn með immobilisation o. þ. h., en batinn tekur langan tirna, ef til vill ár eða meir. Gonococc vaccine segir hann aö sé gagnslaus, og reynir hana aldrei. Á chirurgisku deildinni á Finsens Institut eru langflestir af sjúkling- unum meö útvortis berkla; auk meiri eöa minni immobilisationar eftir ástæðum, er aðal-meðferðin Ijósböð, oftast generel, með Finsens-lömp- um; ljós þeirra er eftirlíking sólarljóss, og hefir bæði heita og kemiska geisla. En talsvert er þar þó nú orðið gert af resectionum og öðrum skurð- lækningum, þegar ekki fæst bati á annan hátt, þrátt fyrir langvinna meö- ferð, og hefir verið gert meira af því á síöari árum en fyr, meðan reynsl- an var ekki búin að stilla í hóf þeirn miklu vonum, sem ljósmeðferðin vakti. Margt er þarna af sjúkl. með spondylitis tub.; þeir eru fyrst látnir liggja i gibsrúmi á bakið með þófa undir gibbus, en eftir 3—4 mánuði er farið að láta þá liggja á kviðnum alt aö 6 klt. á dag (miklu skemur fyrst) meö gjörö fram fyrir brjóstið, sem band liggur úr yfir trissu viö fótagaflinn; neðan í þetta band eru hengd lóð all-þung, 10—15 kg., og (oga þau i gjörðina og valda á þann hátt mjög mikilli dorsal-flexion. Út i Sölleröd kom eg þrisvar og heimsótti kollega okkar og landa Pét- ur Bogason, yfirlækni við Sölleröd Sanatorium. Það tekur á móti berkla- sjúklingum á hvaöa sjúkdómsstigi sem er. iHælið er írcmur lítið, rúrnar

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.