Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1931, Page 11

Læknablaðið - 01.01.1931, Page 11
LÆKN ABLAÐIÐ 5 inu megi stööva blóörásina, og bíða síÖan fæðingarinnar. Barnið er þar með lang oftast af lifi tckið, blóðrásin þó ótryggilega stöðvuð, konan pind í langan tíma og jafnframt opin leið til smitunar, með öllu því, sem af henni kann að leiða. Og þó er ekki auðgert að benda almennum, praktiserandi læknum á ann- að ráð betra. Tróð í leggöngin er oftast hættulegt vandræðakák og naum- ast nema bráðabirgðatilraun, og belgir eru a. m. k. ekki hentugir almenn- um læknum, þó að Þjóðverjar hrósi þeim stöðugt, ef til vill þeim til mests gagns, sem græða fé á að selja þá. Öðru máli er að gegna um lækna, sem kunna nokkuð til meiri háttar handlæknisaðgerða og hafa sómasamlegar aðstæður til að leysa slik verk af hendi. Því að um það eru nú vitnisburðir samliljóöa, að hið öruggasta, og um leið hið skemtilegasta, ráð til þess að bjarga bæði móður og barni í þessum tilfellum sé keisaraskurður, a. m. k. þegar konan er viðunandi hrein en hefir ekki verið saurguð um of með umvitjunum eða öðrum tilraunum. Nú er eg fyrst og fremst praktiserandi læknir, sem smátt og smátt hefi kent mér sjálfur dálítiö til handlækninga. Fyrir ]>ví leit eg lengi á þessi tilfelli sem almennur læknir en ekki sem handlæknir, og hagaði aðgerðum mínum eftir því. En við dvöl mína i Englandi fyrir tæpum tveimur árum opnuðust á mér augun fyrir því, að hér yrði eg að breyta til, um leið og eg misti þá ,,respekt“ fyrir keisaraskurði, sem mér hafði ófyrirsynju verið innrætt á námsárum mínum, þvi að raunar er ekkert stórkostlegt við þá aðgerð nema nafniS. Síðan hafa leitað mín þrjár konur með fyrirsætnar fylgjur, og hefi eg hjálpað þeim öllum með keisaraskurði. Eg birti þessar sjúkrasögur, ef ein- hverjum læknum, sem líkt kann að standa á fyrir og mér að þessu leyti, þætti fróðleikur í að heyra þær: I. 16. sept. 1929: S. F. K. 32 ára, bústýra verkamanns. Vanfær í fyrsta sinn. Er litið gefin og kann ekkert að segja um tíðir sínar né hreyfingar fóstursins. Eðlileg me'Sganga, að undantekinni nokkurri uppsölu fyrri hluta tímans, þangað til fyrir tæpri viku, að hún vaknaði upp úr svefni við blæð- ingu og vöknaði þá lak undir henni. Læknir var sóttur, og fyrirskipaði hann rúmlegu. Síðan hefir hún legið, en settist þó upp í gær og í dag, og blæddi talsvert í bæði sinn. Er að læknisráði flutt á sjúkrahús. —• Meðalkona. Ekki áljerandi föl. Hiti 37,6. Púls 84. Þyktin svarar nokkurn veginn til full- gengins fósturs. Lengdarlega. Haus veit niður og hreyfanlegur ofan við grindina. Engar hri'Sir. Fósturhljóð eðlileg. Stykkin, sem liggja við hana þegar hún kemur (kl. 7^2 e. h.) eru vot, en likara að runnið hafi frá henni blóölitað vatn en tómt blóð. Kl. 9 fer henni að blæða, og koma þá miklar blóðlifrar og lifandi blóð, sem gegnvætti tvö stór stykki, sem við hana voru lögð. Kl. 11 e. h. er gerð á henni sectio cæsarea abdominalis. Sneið af fylgj- unni lokar fyrir legopið. Lifandi sveinbarn. 2000grm. Lengd 45cm. Höfuðmál 31 cm. Húðin er eðlileg, nema í loðnara lagi. Eistun í pungnum. Neglur ná fram á góma. Varð ekkert meint við aðgerðina og afturbati einkenna- laus, að undanteknu dálitlu kvefi. Útskrifast 8. okt. Barnið hafði þá vott af pemphigus og var haldið lengur. Það útskrifast 27. okt. við bestu heilsu. II. 28. júlí 1930: G. M. 39 ára, gift bónda. Vanfær í 9. sinn. Fyrri íæðingar og meðgöngur eðlilegar. Síðustu tíðir í miðjum október. Með- göngutiminn sjúkdómseinkennalaus, þangað til fyrir rúmum 3 vikum, að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.