Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1931, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.01.1931, Qupperneq 12
6 LÆKNABLAÐIÐ bera tók á blæðingum. Læknir fyrirskipaði rúmlegu þangað til fjölgaSi, en hún lá að eins í fjóra daga. Fyrir 5 dögum bar aftur á blæðingu og síðan hefir hún legið. Kl. 4 í nótt blæddi skyndilega afar mikið, eftir þvi sem hún segir sjálf. Læknir var sóttur og lét hann strax flytja konuna á sjúkrahús- ið. Á leiðinni blæddi talsvert, svo að alt var gegnvott, sem við hana var, þegar hún kom. Hafði brjósthimnubólgu fyrir nokkrum árum og hefir lengi verið heilsulin og mjög taugaveikluð. — Meðalkona, feitlagin. Slímhúöir mjög fölar. Hiti 38,2. Púls 104, linur. Þyktin svarar til tímans. Lengdar- lega. Haus veit niður, hreyfanlegur ofan við grind. Fósturhljóð heyrast ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og er fóstrið talið dautt. Blóð seitlar sífelt, en hríðarvottur er enginn. Þrátt fyrir það, að fóstrið virðist dautt, er vegna konunnar, ákveðinn keisaraskurSur, heldur en að gera vendingu og biða út- víkkunar, og eftir að hún hefir fengið h af saltvatni inn í æð, er gerð sectio cæsarea abdominalis. Fylgjan liggur fyrir skurðinum en teygir sig aft- ur fyrir legopið, og svartar blóðlifrar undir henni sýna, að hún hefir verið laus á stóru svæði. Fóstrið er líka auðsjáanlega dautt fyrir nokkru, því að húðin er með bláum Idettum. ÞaS er sveinbarn og virðist fullburða. Við aðgerðina brá henni ekkert og afturbatinn var einkennalaus, að öðru leyti en því, að hún var lengi að ná fullum mætti og lá þess vegna sér til hress- ingar á sjúkrahúsinu þangáð til 31. ágúst. III. 9. sept. 1930. S. J. 37 ára, gift verkamanni. Vanfær í 5. sinn. Fyrri fæðingar og meðgöngur eðlilegar. Telur sig síðast hafa haft tíðir í nóvem- ber og sé hún fullgengin með. Sjúkdómseinkennalaus meðgöngutími þang- aö til fyrir 7 vikum, að bera tók á talsverðum blæðingum og hefir hún að mestu leyti verið í rúminu síðan, þó haft nokkra fótavist nú í mán- uð. I morgun kl. að ganga 6 fékk hún mikla blæðingu, svo að hún lá í blóði upp undir hendur. Læknir var sóttur og lét hann flytja hana á sjúkra- húsið. á leiðinni blæddi ekkert, en er hún var fyrir skömmu komin, kom allmikil gusa með miklum blóðlifrum. Hefir ekki haft neinar hríðir. — Smávaxin kona. Föl yfirlitum og á vörum. Iíiti 37,5. Púls 96, linur. Þykt- in svarar til fullgengins fósturs. Lengdarlega. Höfuð veit niður. Fóstur- hljóð heyrast dauf í fjarska, eðlilega tíS. Kl. 8 e. h. er gerð Sectio Cæsarea abdominalis. Fylgjan liggur með miðjuna fyrir legopinu. Lifandi mey- barn. 3000 grm. Lengd 48 cm. Höfuðmál 32 cm. Þoldi aðgerðina mjög vel og afturbatinn einkennalaus að öðru leyti en því, að hún fékk æðabólgu 5 vena saphena (hafði æðahnúta), sem lengdi fyrir henni leguna. Hún og barnið útskrifað 30. okt. Við þessar aSgerðir hefi eg skorið hispurslaust í gegnum lífhimnuna með langskurði inn úr kviðnum og eftir miðju leginu. Eg hefi engar sér- stakar seremoníur viðhaft, þó að góðir menn hafi raunar haft þær fyrir mér. Þannig sá eg í Englandi, að menn víkkuðu út legopið neðan frá, áð- ur en keisaraskurður var gerður, til þess að útrás fyrir blóS og hreinsun yrði greiðari. Mér þótti það heldur glæfraleg aðferð, vegna þess, að ó- hreinindi geta auðveldlega borist við það upp i legið, og fremur mundi eg ýta Hegars stautum ofan frá niður í gegnum legopið. Þar sá eg líka aðra gera sér aS venju að sótthreinsa leggöngin með sterkum anilínlitum fvrir aðgerðina, og má vel vera, að gagn sé að því. Legið sauma eg saman á þenna hátt, og er þó sá saumaskapur ef til vill óþarflega margbrotinn;

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.